Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 48
3«
ast er mögulegt.------Vér megum ekki láta oss nægja
að hafa smágarðholur 20—30 ferh. faðm. að stærð. Vér
þurfum að hafa fleiri eða færri heilar dagsláttur
undir garðávöxtum, hver einn er það stundar að riokkru
leyti. — Vér þurfum að vinna alla ullina okkar heirna í
landinu í voðir og prjónles.—Vér þurfum að gera smér,
svo sem framast er hægt, úr allri okkar mjólk og svo
selja það smér fyrir peninga og svo mikið af því sem
mögulegt er- —• Vér eigum að hafa sem allra mest að
mögulegt er af ræktuðu grasi, fleiri eða færri tugi dag-
slátta á hverju einasta sveitaheimili, umfram það sem
nú er, svo að hver bóndi geti framfleytt sem allra flest-
um búpeningi í öllum árum.— Vér eigum að smíða
h é r h e i m a a 11 a þ á h 1 u t i úr tré, seni vér nú kaupum
frá útlöndum.-----En vér megum ekki selja n e i n n h 1 u t,
sem hér er framleiddur dýrara, en hægt er að fa jafn-
góða hluti frá útlöndum, hingað kornna, en til þess að geta
það, þarf hér vélar. Vér ættum ekki aðkaupaneina
lifsábyrgð eða e 1 d s v oð a á b y r g ð frá útlöndum.
Landssjóður vormundi geta grætt stórfé árlegaá þeirri
lífsábyrgð og þeirri eldsvoðaábyrgð, sem landsmenn nú
kaupa dýrum dómum í útlendum gróðafélögum.----------Og
ótal margt fleira þessu líkt ættum vér að gera, sem nú
er ógert látið. — Síðar mun eg gera ýtarlegar grein fyr-
ir því, livernig að öllu þessu á að fara, að mínu áliti,
og hvernig það getur bezt borgað sig og hversu vel það
getur borgað sig.
Hér að framan hefi eg þá reynt að færa gild rök
fyrir þessu: 1. Að ísland er álitið lítt byggilegt af
landsmönnum sjálfum talsvert alment. 2. Að fram-
tíð þjóðarinnar í landinu er nú sem stendur ver trygð
en ef til vill nokkru sinni áður; og að hún verði ekki
trygð betur nerna með nýjum meðölum, nema með