Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 106
96
Eg held því fast fram, að endurbót verði að eins feng-
in, ef göturnar verða upplýstar. Má eg skýra yður frá
áformi mínu nákvæmlegaf«
«Já, gerið það«, sagði Dryden, sem nú horfði með
einskonar aðdáun á gest sinn, hugmyndin er stórkostlegí
hún hrífur mig«.
Og Játvarður tók nú að skýra frá, að vísu hrædd-
ur, en þó með fullu sjálfstrausti. Honum varð æ liðugra
úm máj, því lengur sem hann talaði, og hann endaði
með þessum orðum: »Mig vantar að eins verndarmann,
sem vildi berjast fyrir velferð samborgara sinna. Viljið
þér vernda mig, herra Dryden, ef svo er, þá mun ept-
irkomandi kynslóð ekki að eins bera lof á yður setn
stærsta skáld Englands, heldur og sem velgjörðamann
Lundúnar?«
Dryden hafði hlustað á þetta með nákvæmri eftir-
tekt; hann stóð nú upp og rétti Játvarði liönd sína.
»Þér getið reitt yður á mig«. sagðihann; »þér get-
ið með fullu trausti komið með reikninga yðar og skjöl
til mín. Allt, sem þér hafið sagt, hefur hvílt lengi í
sálu minni, en eg var ekki nógu mikill hagfræðingur til
þess að gefa hugsunum mínuni orð, og hafði líka nóg
annað að gera. Eg skal gjöra alt, sem eg get til þess
að þér fáið konunglegt einkaleyfi. í kveld bið eg yður
að afsaka mig, því eg vænti heimsóknar. Það hefir
kætt mig mjög, að kynnast svo miklum hæfileika-
manni, sem þér eruð, þó að orsökin til kunningsskapar-
ins væri einkennileg. Verið þér sælir, eg vonast til að
sjá yður hjá mér á hádegi á morgun«.
Varla vissi Játvarður hvernig hann komst heim
þetta kveld. Nú var hann svo fagnandi og glaður, því
að hann hafði fengið það, sem hann leitaði að, það er
að segja verndarengil. (Framh.).