Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 32
22
En við slíkt ástand, eða með slíktálitá
landinu sínu, væri vissulega engri þjóð í heiminum
mikilla framfara eða langra lífdaga auðið á þessum tím-
um. — Og sé hagur lands vors í sannleika eins bág-
borinn, og hér var ávikið, þá er það sönnun fyrir því,
að annaðhvort er landið í sjálfu sér óbyggilegt eins
og flestir virðast álíta, eða að þjóðin sjálf er ekki enn
þá orðin því vaxin að búa í landinu, ekki enn þá orð-
in fær um að hagnýta kosti landsins, né að fullnægja
sínum eigin kröfum við öll rauðsynleg skilyrði þar til
fyrir hendi af landsins hálfu; eða hvovttveggja.
Sé þetta ástand landsins skuld, þá er engra fram-
fara að vænta, og þá Jiýjum það sem fyrst. En sé
það vor eigin skuld, þá íökiim oss fram nú þegar,
með samhug, alúð og alvöru, og sitjum hér
sem fastast.
II.
Að fara tH Ameríku.
Hvort sem ástandið hér á landi stafar af kostaleysi
landsins, eða af menningarleysi fólksins, eða af hvoru
tveggja til samans, þá má reiða sig á, að það má til
að batna stórkostlega og fljótlega, ef duga skal. Það
dugar ekki að láta alt hólkast einhvern veginn, eins og
verða vill, eins og hingað til, því að nú eru hættu-
legri tímar fyrir ísland, en ef til vill nokkurn tíma
áður, og hafa þeir þó oft verið harðir og hættulegir
áður, en vel að merkja á alt annan hátt og að nokkru
leyti af alt öðrum ástæðum en nú. Landið er að sönnu
betur tryggt nú en áður var gegn skæðum drepsóttum,
hungurdauða og horfelli á búpeningi o. þ. u. 1., með
því að hér eru nú fleiri og betri læknar, og sóttvarnar-
reglur einnig betri en áður voru, svo og greiðari sam-