Hlín. - 01.10.1902, Qupperneq 15
15
rjöma; af því leiðir að smér úr skilvindurjóma er hlut-
fallslega ögn fltuminna en annað smér.
Það er álitið áreiðanlegt að smér úr skilvindurjóma
jþoli meiri söltun en annað smér. Einnig að ögn meiri
smérfita strokkist úr skilvindurjóma en öðrum jafn-fitu-
ríkum rjóma að sama mæli, —
Til að gera gott smér, útheimtist að rjóminn sé
ekki of þykkur, þegar hann er látinn í strokkinn. Því
fituríkari sem mjólkin er, því meiri þarf rjóminn að vera
í hlutfalli við mjólkina.
Hér er t. d. sýnd tafla yfir samanhurð skilv. og bakk-
anna, miðað við tilraun, sem gerð var í Winnipeg s. 1.
ár, með 400 pund mjólkur. Mjólkin og rjóminn voru
meðhöndluð til undirbúnings á sama hátt að öllu leyti,
sem við gat átt, og strokkunin og smérgerðin öll sömu-
leiðis; þegar búið var, var undanrenningin úr 200 pund-
urium, sem sett höfðu verið, sett í skilvinduna, og rjóm-
inn svo strokkaður; og smérið, sem úr honum náðist,
vóg 2^/4 pund. En með setningunni náðist 5J/2 'tt
af sméri áður, úr þeim sömu 200 pundum. — Mismun-
ur sem næst 2/5, — eða 9 mót 22.
„ Bobcock’s“-fitumælir er vel þektur, að því er ég til veit.
Með fitumælinum getur maður vitað fyrir víst, hve mik-
ið smér er í hverri kú, hve mikið smér er eftir í
undanrenningunni og áunurn 0. s. frv., auk þess sem
hann svo að segja er eini mögulegi mælikvarðinn, þegar
um rjóma- eða mjólkur-samlög er að ræða til smérgerð-
ar á einum vissum stað.
ÖU þau áhold, sem hér hafa verið talin, ættu ekki
að þurfa að kosta mikið yfir kr. 200 á hæfilegri stærð
fyrir bónda, sem hefir 3 — 5 kýr og 50 — 60 ær; — að fitu-
mælinum undanskildum, svo og salti og smérumbúðum,
sem gera má ráð fyrir að tilheyri þeim árlega kostn-