Hlín. - 01.10.1902, Side 24
24
strokknum verður maður að stanza stroKkinn við og við
meðan á strokkuninni stendur. Áríðandi er að strokka
el'Jci of lenyi, svo að smérið verði kornótt; þvi við það
að kornin merjast tii muna verður það óútgengileg
vara. Þegar búið er að strokka er áunum rent und-
an smérinu út um áastútinn gegnum sigti eða síu,
og smérið látið svo þorna í 10—15 minútur áður en
það er tekið til hnoðunar.
Sumum reynist bezt, að láta ávalt ískalt saltvatn
i strokkinn (er kæli hann ofan í 13. gr.) um það léyti
sem hann fer að „skiljast", hvað sem hitastiginu í hon-
um þá líður, það er álitið flýta fyrir verkinu og herða
smérkornin.
tí. Að þvo smérið.
Þegar búið er að renna öllum áunum úr strokkn-
um undan smérinu, þá skai hella jafn-miklu af 10 — 12
gr. (á C.) heitu vatni og áirnar voru miklar, í strokk-
inn. Loka honum svo og snúa honum fáeina snún-
inga (svo sem 12) vel hratt. Því vatni skal svo rent
burtu, og svo helt í hann aftur jafnmiklu af 7 til 9 gr.
heitu vatni, og honum svo snúið nokkra snúninga eins
og áður. Vanalega er nægilegt að þvo smér á þennan
hátt úr tveimur vötnum, en undir engum kringumstæð-
um þarf meira en 3 vötn til þess. Að ná öllum áunum
úr smérinu er áriðandi, og til þess á að þvo það.
Til þess að smérið geymist vel, þarf að þvo
vel úr því áirnar, en of mikill þvottur gerir það bragð-
verra.
Þegar alt vatn er vel runnið undan smérinu, þá
skal láta það á smérhnoðunarborðið til þess að salta
það og hnoða. — Bezt er að þvottavatnið sé áður soðið.