Hlín. - 01.10.1902, Page 28
28
Smérgerðarmaðurinn á hægast með að vita, hvenær
smérið er nógu mikið hnoðað, með því að stinga smér-
spaðanum í gegu um það; þá sér hann hvort það
er jafnlitt, fast, og þétt i sér og engar hvítleitar rák
ir í því; og sé svo, er það nóg hnoðað, en til þess
þarf ekki að hnoða það mikið, ef rétt er að öliu far-
ið; og á þá smérið að vera lcornóU i sárið. þegar það
er brotið, líkt og er á brotnu stáli. Hvað þetta
snertir, þarf að gæta mestu varkárni, því að 2—3 sveifl-
ur á hnoðunarkeflinu, um of, geta stórskemt smérið,
méð því að kremja sundur smérkornin. Smér skal ávalt
hnoðað alt jafnt og reglulega, með þrýstingi eða pressu
að eins, en ekki með þvi, að núa eða strjúka yfh'borð
þess.
.9. Smérnmbtiðir.
Þegar búið er að salta og hnoða smérið eftir fram-
anskrifaðri fyrirsögn, þá skal sem fyrst ganga frá því
í þeim umbúðum, sem það á að seijast í.
Þegar búið er um smér, þarf ávalt að hafa hugfast
að gera það vel, snyrtilega og hreinlega. Sóðalegar eða
ósnyrtilegar umbúðir gera r'óruna tortryggilega, og
stundum nál. óseljanlega nema fyrir sáilítið verð.
Ohreinlæti og sóðaskapur vekja ávalt viðbjóð hjá hrein-
látu fólki.
Það má búa um smér á ýmsan liátt og í margs
konar ílátum; en jafnvel einnig, að því er umbúðir
smérsins snertir, er það nauðsynlegt að geðjast kaup-
andanum sem bezt að hægt er; hann borgar það ómak
vanalega vel; og að framan er minzt á, hverjar séu hin-
ar réttu umbúðir fyrir útlenda markaðinn. En hverjar
sem umbúðirnar eru, þarf alt af að múna éftir einu
mikils varðandi atriði, en það er hreinlæt'i og vand-