Hlín. - 01.10.1902, Side 29
29
virlcni — undir öllum kringumstæðum —; en sérstak-
lega t>ó til utanlands-verzlunar þarf að hafa spón-
n ý ílát til smerumbúða, og. svo parf að fóðra pau snyrti-
iega innan með góðum pykkum smér-umhúðapappír
— pergamentspappír — (parchmentpaper), — Mjög punn-
ur og; ódýr smérpappír er öhrúkandi, ef annars lietra er
kostur. — Og munið það, að þótt vandaðar umhúðir
kosti nokkuð í hyrjuninni, ]>á horgar kaupandinn ríflega
fyrir þær, ef innihaldið er þeirn samsvarandi; og verða
þær þá ödýrari en þær sem allra ódýrastar eru, eða jafnvei
ódýrari en engar umhúðir. Yel vandaðar nýjar umhúðir
ættu ekki að þurfa að kosta hór á landi meir en 1%
eyri á smórpundið til 2 aura í allra mesta lagi (eg á við fer-
hyrnda stokka. (kassa) með smérpappír tilheyrandi) — og ég
hefi vissu. fyrir, að slíkar umbúðir eru teknar fullgildar
á Englandi. Þeir stoklvar eiga að vera 12 þumlungar á
hvern veg — lengd og breidd —, og svo djúpir sem
þörf krefur, til þess þeir ta.ki vel vegin 56 pund ensk
(en það er rúml. 50 pd. dönsk), auk þein-ar yflrvigtar,
sem reynslan kann að sýna að nauðsynleg sé til þess
það nái réttri vigt á markaðinum. Kassar þessir þurfa
að vera úr lj.2 þuml. borðum, fullhreiðum fyrir tilætlaða
notkun, vel hefluðum heggja megin. En þá ma ekki
„mála". Þeir eiga að vera merktir utan á aðra hlið-
ina. Smór frá smérgerðarhúsum þarf að hafa fast-
ákveðið og helzt lögákveðið nierki, sem ekki má nota
fyrir heimagert smér, að við lögðum sektum. Spurn-
ing, um hvort slíkt merki ætti fremur að vera á Ensku
en íslenzku, fyrir enska markaðinn. — Væri merkið á
Ensku, hugsast mór að það gæti verið t. d. fyrir
smér frá smórgerðarhúsum, þannig: