Hlín. - 01.10.1902, Síða 30
30
lsf Class Creamery Butter. Lbs. 56
Stranda Creamery. Iceland.
H. H. Maynúsion, Manager.
Fyrsta línan yrði þá hið fastákveðna merki, sam-
eiginlegt fyrir öll smergerðarhús. Önnur línan innihéldi
þá nafn smérgerðarhússins (þýtt á Ensku); og þriðja lín-
an, nafn smérgerðarmannsins eða þess manns, er hefði
aðalumsjón verkstæðisins á hendi. En viðfeldnara þætti
mér að merkið væri á íslenzku.
Bezt og ódýrast væri að smérkassarnir, merJdir og
al-tihkornir, (en ef til vill ósamsettir), kæmu frá einu
innlendu verkstæði, er gerði stórt upplag aí þeirn í einu,
með hentugum verkfærum. Yæri með því móti unt að
gera þá mjög ódýra. Flutningurinn mundi kosta lítið,
ef fjalirnar væru heftar saman til flutnings, og ætti þá
að vera auðvelt að negla þá (eða slá þá) saman heima.
10. Að búa um smérið.
Áður en smérinu er drepið niður í kassana (eða
hylkin), skal þvo þá vandlega innan úr sjóðandi vatni,
og svo úr sterkum saltpækli á eftir, og láta þá svo
þorna vel út í hreinu lofti, — lokið þarf að þvo á sama
hátt. Síðan skal fóðra þá vandlega innan með smér-
pappír, og er bezt að kaupa hann tilsniðinn á réttum
stærðum. Aðal-pappírslengjan skal lögð eftir endilöng-
um kassabotninum og upp með báðum göflunum, og skulu
endarnir svo lagðir ofan yfir smérið í kassanum á eftir,
svo að þeir skarist svo sem 1 þuml. að ofan. En fyrst
skal sín pappírsspildan sett innan á hvora hlið kassans,
og svo þurfa þær að vera svo sem 1 þuml. breiðari og
lengri en kassahliðin er innanmáls, svo að þær geti
lagzt á misvíxi um J/2 — 1 þuml. í hverju horni, og til
hliðanna ofan og neðan. Það þarf að leggja pappírinn