Hlín. - 01.10.1902, Side 41
fer um x/2 tunna af utsæði og verður uppskeran pá
14 — 16-föld, sem mun vera nokkuð alment. Margir fá
að vísu eigi nema 12-falda uppskeru (og nokkrir minna),
en aftur fá allmargir 20-falda uppskeru (og sumir meira).
Það er þannig auðséð að jafnstór teigur i túni, þótt vel
ræktað sé, getur eigi verið svona arðsamur, og ómögu-
legt er annað að segja, en það sé hörmulegur vottur
um menningarleysi hjá oss íslendingum að vér skulum
þurfa að kaupa og það til muna, kartöflur frá útlöndum
og þó fá margir menn minna af þeim en þeir þuifa
og vilja, sem og er við að húast, meðan svona er ástatt.
Að hkindum mundi það horga sig, að gera sumar sand-
auðnirnar í Arnes- og Rangárvalla-sýslum að kartöflu-
ökrum og rækta þær í stórum stíl. Það gæti og eflaust
víða hindrað sandfokið. Auðvitað þyrfti þá mikinn áburð,
en hans má ailvíða afla með hægu móti, einkum
við sjávarsíðuna, og svo er áburður sá, sem vanalega
tilfellur. mjög illa hirtur og oflítið drýgður hjá flestum,
og það er vafalaust mesta meinið í landbúnaði vorum,
því að efiir þvi sem hagar til á þessu landi, þá mun
sveitabóndinn ávalt lifa mest á kvikfjárrækt, en að
minnstu leyti á akuryrkju. Þessu er eins og allir. vita
þannig háttað, 'að maðurinn hjá oss fær lífsnauðsynjar
sínar frá kvikfénaðinum, en svo fær kvikfénaðurinn aftur
sínar lífsnauðsynjar af grasinu, og svo loks grasið lífs-
nauðsynjar sínar að mestu úr áburðinum, svo að eigin-
Jega verður áburðurinn undirstaða landbúnaðarins, þegar
öllu er á botninn hvolft. Það er því fyrsta skilyrðið að
hirða vel allan áburð, þegar talað er um að efla kvikfjár-
rækt og auka garðyrkjuna.