Hlín. - 01.10.1902, Side 42
Gildi hins fagra.
Eftir
Hallgr. Jónsson.
IPI-^ngínk neitar því, að alt sem miðar til viðhalds
líkamanum sé nauðsynlegt, og alt hið verklega
er vitanlega nmkilsvarðandi, en vór getum ekki
notið þess fyllilega, nema sálin sé heilbrigð, fjörug og
hraust. Þess vegna. þurfum vér einatt að sjá fyrir
vellíðan hennar líka.
Alt það, sem berst til meðvitundar vorrar, hefir
einhverja tilfinningu í för með sór, annaðhvort þægilega
eða óþægilega. Við andlátsfregn vina vorra verðum vér
daprir og finnum til sárinda. En þegar fyrsti vorgróð-
urinn lýsir sér kringum bústaði vora, verðum vér glaðir,
og þegar söngfuglinn heimsækir oss, eftir langa fjar-
veru, verðum vér hrifnir af kvaki hans og bjóðum hann
velkominn í hjartans ánægju.
Hór lýsa sér tvenns konar tilflnningar. Tilfinningar
mannsins þurfa uppeldi eins og maðurinn i heild sinni.
Sumar tilfinningar þarf að bæla niður og kæfa, en aðrar
þurfa hvöt og styrkingar.
Eg vil sérstaklega nefna hér fegurðartilfinninguna,
Reynzlan virðist sýna að hún sé ekki vel vakandi hjá
almenningi. Þetta er kannske náttúrlegt, en það væri
ólíkt ánægjulegra að hún væri næmari en hún er al-