Hlín. - 01.10.1902, Side 46
46
þekkjum frá barnæsku, og elskum sökum endurminning-
anna, sem bundnar eru við þá?
Er oss ekki kær ilmurinn af blómunum, sem flyzt
með morgungolunni að vitum vorum? Og er hann ekki
þægilegur, ilmurinn, sem fæðist, þegar sólargeislarnir
kyssa skör jarðarinnar?
Eg er viss um að vér getum munað eftir þessu öllu
oss til gleði, og alt er oss það kært. Fagurri vormorgun-
stund getur enginn gleymt. Áhrif hennar slá svo næmt
og mjúkt en þó átakanlega á tilflnninguna, að endur-
minningin um það verður óafmáanleg og ógleymanleg.
Vér heyrum niðinu í lækjunum, sem tala um vorið
og líflð með fossandi hljómi. í ásýnd fjallanna getum
vér litið sumarsvipinn. Búningur þeirra er breyttur
og það eitt ætti að vera nóg til þess að vekja oss af
mókinu.
En nú er svo margt annað, sem bætist við og full-
komnar áhrifin. Það eru hinir hitandi vorgeislai’, sem
bræða klaka-þungann og verma jarðveginn, vekja jurtirn-
til lifsins og slá geisladýrð yfir alt hið sjáanlega. Enn
fremur fuglakliðurinn, sem gerir loftið að lifandi veröld,
knýr bergmálið frá fjöllunum, er snertir eyru vor með
óviðjafnanlegri nákvæmni og bendir oss á hið fagra og
eilífa.
Hvað er nú jarðnesk sæla. ef ekki það, að verða
hluttakandi í þessu fjölskrúðuga og margbreytta lífi, og
þeim unaði, er það býður?
Er það ekki sæla að tengja atvikin við æskugleðina
og geyma síðan endurminningarnar til elliáranna, þvi
aldrei má sálin vera frásneidd unaðsleik og barnsgleði.
Að glata barnsgleðinni og barnstilfinningunum er
að týna þeirri perlU' í hafið, ,sem lýsa á gegnum alt lífið
og leiða oss gegnum dauðann.