Hlín. - 01.10.1902, Side 53
53
„Bón! Jæja, látum sjá; það er skylda konungs að
hlusta á bænir skáldanna."
„Leyfir yðar h'átygn mér að halda lítinn inngang
fyrst? Þegar eg síðastliðið mánudagskvöld" — byrjaði
Drydén, en konungurinn tók framm í fyrir honum bros-
andi.
„Eg þ'ekki það; herrar þeir, sem eiga heima á göt-
unni og í gálganum höfðu næstum brotið hið andiíkasta
höfuð sem er til i mínu ríki. ■ Vér skulum láta hengja
þessa menn, jafnskjótt sem vér náum í þá. Þér skuluð
fá að vera við þegár þeir verða af lífi teknir, er yður
það nóg?“
Skáldið hneigði sig og sagði: „Það var ekki til
þess að kvarta yfir árásinni, að eg kom á fund yðar há-
tignar, heldur til þess að skýra yður frá, að eg hefi í
höndijm mér ráð til að hindra þess konar árásir.“
„Er það mögulegt," sagði konungur, „þér lofið miklu,
en hvernig er þá þessari uprástungu yðar varið?“
„Það er hugmynd, sem mikill hæfileikamaður ung-
ur, hefir gert sér um áð uppljóma allá Lundúnaborg
með ljóskerum."
„Það er ágætt, sú uppástunga gerir yður mikinn
heiður, en er ölluin menskum mönnum óviðráðanleg til
framkvæmdar,“ sagði konungur. „Sjáið þér ekki að það
er ómögulegt, eða hvernig ætlið þér að koma því í verk?“
„Alt er nákvæmlega skrifað á þessi skjöl,“ helt
Dryðen áfram, um leið og hann rétti konungi skjöl þau
er hann hafði í hendi sér. „Þóknast yðar hátign að
líta á þessa reikninga? Sá ungi maður, sem eg áður nefndi,
heitir Játvarður Hennings, dugandi hagfræðingur og
eðlisfræðingur, og býðst hann til að gerast frumkvöðull
að verkinu með þeim skilyrðum, sem nefnd eru í skjöl-
unuin, og eg bíð yðar hátign —