Hlín. - 01.10.1902, Síða 54
54
“Það er nóg. góði Dryden, fáið mér áætlanirnar,
eg skal sjálfur rannsaka þær. Jaínvel þó að þess konar
áætlun kæmi ekki frá yður, þyrftum vér samt að yfir-
vega hana nákvæmlega, þvi að það er íyrsta skylda
konungsins, að annast velferð þegna sinna. Eg þakka
yður fyrir. Þér verðið hér við borðhald; eg vil hafa
yður hjá mér í dag, til þess að geta glaðst af yðar and-
ríka tali. Enn fremur vildi eg óska að heyra um hið
stórkostlega áform vinar yðar. Við hittumst aftur, góði
vínur, einmitt nú höfum vér mikið að gera.“
Dryden hneigði sig djupt og hvarf meðal herra
þeirra, er umkringdu hann hvaðanæfa!
Konungur fékk kammerherra einum skjölin, en eftir
það ráðgaðist hann og ráðherrar hans um, hverj-r af-
leiðingar að sigur Jóhanns Sobieskis kynni að hafa á
stjórnmál Norðurálfu.
IV.
Enn liðu nokkrir dagar. Himininn hvelfdist skýað-
ur yfir Lundúnum; og eins var uppi í sveit á litla bónda,-
bænum, sem vér flytjum lesanda vorn nú til. Það var
tekið að rigna, og þegar rökkva tók, höfðu íbúarnír þyrpst
í kringum arininn til þess að hita sér. Alt í einu hrukku
dyrnar upp og Játvarður Hennings kom inn glaður í
bragði.
„Sigur, sigur!“ sagði hann um leið og hann tók
upp skjal eitt, „lestu þetta frændi!"
Bóndinn las skjalið, meðan kona hans og dóttir —
átján ára að aldri — heilsuðu hinum unga ættingja sín-
um. Marly bóndi leit undrandi á hið konunglega inn-
siglr, og ias því næst hátt upp einkaleyfi fyrir því, að
„ Játvarður Hennings, um 25 ára tíma hefði einkaleyfi til
þess að upplýsa Lundúnaborg, með sanngjarnri borgun fyrir