Hlín. - 01.10.1902, Page 68
68
jarðrækt og vöxt, borgarinnar snertir, auk þess sem það
eru mikilsverð hlunnindi fyrir þá einstöku menn sem
vilja hagnýta sór það, hvort sem vera skal til bygging-
ar að eins, eða til garða- og túnræktar jafnframt; og
þótt þeir séu undarlega, og nærri því óskiljanlega fáir,
sem takast í fang að fá sér útmældar landspildur til
ræktunar og eignar hér, þar sem það fæst alveg ókeyp-
is, og er þar til og með mjög arðvænleg framtíðareign,
bæði vegna hinna árlegu afurða þess, þegar búið er að
rækta það nokkuð til muna, og svo vegna hinnar ár-
legu, stöðugu verðhækkunar sem á sér stað á öllu slíku
landi hór, fyrir hinn mikla vöxt borgarinnar; þá samt
er það óneitanlegt, að hér er nú þegar tiltölulega mikið
af slíku frílandi, inngirt og yrkt (tún og garðar), og
sem nú gefur miklar árlegar tekjur, eftir stærð og
kostnaði, en sem áður, fyrir 10—20 árum, voru arð-
laus grjótholt, forarmýrar og óræktar móar.
Jarðræktin hefir til þessa ekki verið stunduð hér
með nýustu og beztu aðferðinni, en engu að síður hefir
hún verið og er enn, í stórkostlegri framför en iíklega
nokkurstaðar annarsstaðar á landinu, þótt jarðvegurinn
sé hér víða grýttari og óhentugri til ræktunar en víð-
ast þar sem jarðræktinni er minni sómi sýndur hér á
landi; og er þó vonandi að hún fari nú fyrst fyrir al-
Vöru að taka hér framförum, sem að kveður, þegar
mönnum lærist að nota plóginn, og önnur áhöld
nútímans, í stað gömiu áhaldanna. Reýkjavíkur-
búar eiga þökk og heiður fyrir þá framtakssemi
sem þeir hafa sýnt í þessu efni, en sérstaklega og aðal-
lega má þó efalaust þakka hana þeim manni, sem varið
hefir miklu af fé sínu og kröftum, til þess einna fyrst-
ur að vekja menn hér, til þeirrar framtakssemi og til
þess jafnframt að sýna hve vei hún getur borgað sig.