Hlín. - 01.10.1902, Page 73
73
leyti efast eg eldn um, að það megi vel takast, og það
með tiltölulega litlum kostnaði í hlutfalii við þann ár-
iega kostnað sem nú ér framlagður til ílutninganna.
En meðan það er ekki gért, þá er nauðsynlegt að koma
á öðru ódýrara ■ og hagkvæmara fyrirkomulagi með
flutningana í Laugarnar, en nú á sér stað.
Að veita nægu góðu neyzluvatni inn í borgina,
annaðhvort úr Elliðaánum eða úr vatninu, eða þá með L
þvi að grafa eða böra nógu marga eða nógu djúpa ,
brunna utan borgarinnar, til þess að tryggja boijgarl.ní- ,,
um nóg af góðu Vatni, er efalaust eitt af því sem jgaest
ríður á að gera hér nú sem stendur; því að vatn er
hér misjafnlega gott, og auk þess mikill vatnsskortur
þegar þurkatíð er til langframa. — Þessu vathsveitinga-
máli heflr verið hreyft hér nýlega, og er óskandi að
það komist í framkvæmd sem fyrst. En eg vil jafn-
framt taka það fram, að eg álít miklu heppilegra, að
borgarstjórnin i Reykjavík, eða innlendt félag, standi
fyrir því fyrirtæki, fyrir eigin i-eikning, heldur en að fá
til þess útlendt gróðafélag; með þvi að það verk er
sannarlega ekki svo ieyndardómsfullt eða flókið í sjálfu
sér, að oss íslendingum ætti að vera ofvaxið að'fram-
kvæma það, ef hægt yrði að leggja fram peningana til
þess, án náðarsamlegrar áðstoðar útlendinga.
Eitt af því sem mikið ríður á að gera hér, er að
bæta höfnina, svo að unt sé að lenda gufuskipum
og öðrum hafskipum í góðu lagi, til út- og uppskipun-
ar, hvernig sem veður er. Það er vitanlega mjög stórt
og dýrt fyrirtæki, fyrir okkar litlu, og sundruðu krafta;
en þó held eg að það ætti að geta iátið sig gera, ef
viijinn til þess væri nógu mikill og einlægur. Til þess
ætti að sameina sterkustu öflin, en þau álít eg að séu