Hlín. - 01.10.1902, Page 76
Atvinnu-skrifstofa.
Pins og kunnugt ev, tíðkast það í útlöndum, að
einstakir menn gera það að atvinnu sinni, að út-
vega vinnu og vinnufólk, fyrir tiltekna borgun,
í stórum bæjum og borgum, og auk þess víða þar sem
hörgull er á almennri atvinnu, sem og þar sem vinnu-
fólksekla er, þá er slíkur atvinnurekstur álitinn mjög
nauðsynlegur. í Winnipsg eru t. d. 3 slíkar atvinnu-
'stofnanir („Employment Offlces") er allar hafa mjög
mikla aðsókn mikinn hlut ársins vanalega, og mér er
kunnugt um, að landar þar vestra hafa margir haft
mjög mikið gagn af þeim oft, einkum þegar atvinnulít-
ið hefir verið, og hefir þó hver slík atvinnu-ávísun kost-
að 1—2 dollara, án tillits til þess hvernig atvinnan
réyndist.
Hér á landi stendur nú þannig á, að víða er mesti
hörgull á vinnufólki, sérstaklega til sveitanna; en þó er
jafnframt allvíða talsvert af vinnulausu fólki á ýmsum
timum, og jafnvel einnig þar sem vinna er nóg fáanleg
á næstu grösum. Auk þess vill það iðulega til, að ein-
stakir menn vilja komast að einhverju vissu starfi, sem
að þeirra áliti eigi bezt við þá; en þótt svo standi á,
að einmitt það starf sé þá fáanlegt einhversstaðar nærri,
t. d. í bænum eða borginni; þá er mjög hætt við, og
ber oft til, að sá sem vinnunnar óskar og hinn sem
vinnuna vill veita, farast á mis, ef til vill algerlega,
einmitt af því, að ekki er til neinn ákveðinn staður,