Hlín. - 01.10.1902, Page 77
77
sbiu allir vita um, þar sem þeir geti rnæzt, aunabhvert
persónulega eða fyrir milligöngu annars manns, og er
því langlíklegast að báðir hafi af því skaða.
Að sönnu er mögulegt að auglýsa þetta sem ann-
að í blöðunum, og er það stundum gert. Einnig er oft
hægt að njóta aðstoðar kunningja sinna við slíkar út-
veganir, og það stundum án nokkurs verulegs tilkostn-
aðar ; en þeir kunningjar eru oft svo háðir öðrum önn-
um, að þeir hafa ekki tíma til slíks, og auk þess oftast
nær fáfróðir um hvar helzt á að ieita, meðan ekki er
um neinn vissan stað að gera er allir geti mæzt á í
i þeim erindum. En hvað biaða-auglýsingarnar snertir,
þá eru þar á talsverðir agnúar líka oft, þótt það geti
einnig vel hepnast, ef vei stendur á. í fyrsta lagi, þá
kosta auglýsingarnar einnig ætíð eitthvað, sem von er
til. í öðru lagi, þá er aldrei full vissa fyrir að auglýs-
ingin sé lesin af þeim sem hana ætti að iesa. Svo er
nú það, að blöð hér á landi, koma ekki út nerna að
eins vikulega, og koma miklum fjölda lesendanna ekki
í hendur nema að eins mánaðaflega, eða iítið oftar en
það, og þess vegna mjög hæpið að hin auglýstu tæki-
færi geti varað svo lengi; auk þess sem slíkar auglýs-
ingar orsaka vanalega mesta sæg af umsóknarbréfum,
og heimsóknum um fram þörf, sé þeim annars gaumur
gefinn. Eg meina ekki að blaða-auglýsingar séu einkis-
virði í þessu efni, nei alis ekki, og það er oft að þær
iuilnægja, og geta því vel átt við, þótt þær fullnægi
ekki ætíð eða hvernig sem á stendur. En eg held því
fram sem areiðanlegu, að eins og hér stendur á, þá
geti hvorki blöðin eða handahófstilraunir einstakra manna
hér og þar, fullnægt hinni almennu þörf í þessu efni.
Það liggur augljóst fyrir.