Hlín. - 01.10.1902, Page 78
78
Og þess vegna þarf hér vinnu- og vinnufólks-útveg-
unarstað, Atv in n u - s k r i f s t o f u — „Emplot/ment
Officeu. —
Og þá er svo sem auðvitað bezt til fallið, að sá
staður sé hér í höfuðborg landsins fremur en, annars-
staðar, til að byrja með.
Eg efast ekki um að flestir muni fallast á, að
nauðsynlegt sé að koma á hér slíkri vinnu-útvegun-
arstöð. Og af því að enginn hefh' til þessa tekið sig
fram um að gera það, þá vil eg nú lýsa yfir því, að
eg tekst liér með á hendur að gera það frá 1.
Okt. n. k.
Og það sem eg tekst á hendur, er enn nákvæmar
íramtekið þetta:
1. Að taka á móti skriflegum umsóknum og framboð-
um fyrir alls konar vinnu og vinnufólk, frá vinnu-
veitendum og vinnuþiggendum, alls konar um alt
land, fyrir ákveðna vœga fyrirframborgan, og þá
sérstaklega hér í Rvík.
2. Að auglýsa daglega hér á staðnum (Laugaveg 10)
utanhúss og innan (og í blöðunum einnig ef nauð-
syn krefur) öll umsókt og framboðin tækifæri, svo
lengi sem til heyrir, eftir atvikum í hvort sinn.
3. Að sýna allar umsóknir og framboð, skriílega
sem munnlega, til þeirra sem líklegastir þykja
til samkomulags í það skiftið, samkvæmt kröfum
hlutaðeiganda, og því er nauðsyn virðist til.
4. Að semja, ef unt er, um alls konar vinnu og vist-
arráð til lengri eða skemri tíma, fyrir vinnuveit-
endur og vinnuþiggendur víðs vegar um land, eftir
skriflegum umboðum — sem þá þurfa að vera vel
greinileg í alla staði.