Hlín. - 01.10.1902, Page 81
Um landnám Ástralíu.
Þýtt hoflr
Eginharftur.
xns og kunnugt er, er Ástralía bæði mínsta og
fámennasta heimsálfan; hún er 160,000 ferhyrn-
ingsmílur að stærð, lítið eitt minni en Norður-
álfan, en íbúar eru að eins tæpar 7 miljónir.
Ástralía er mest megnis eyjar og pess vegna er
hún og Eyjálfa kölluð.
Alment er James Cook eignað að hafa fundið álfu
þessa, enda þótt ýmsir hlutir hennar sóu fundnir fyrir
hans daga.
Cook var brezkur maður og sæfari mikill; hann
kom til Ástralíu árið 1770, leizt þar vel á sig og lýsti
yfir því, að álfan væri eign Breta; með því að hann var
fyrstur manna til þess að vekja eftirtekt Norðurálfubúa
á landnamskostum álfunnar, verður hann að skoðast
sem aðal-finnandi hennar.
Þá er Cook kom aftur til Bretlands úr þessari
Ástralíuför sinni, lagði hann fram fyrir hið brezka þing
skýrslu urn för sína og gat þess jafnframt, hverja kosti
álfan hefði til að bera til nýlendunáms. Bretar gáfu
skýrslu hans lítinn gaum, því að á þeim tíma áttu þeir
lönd mikil í Ameriku; lönd þessi voru þá lítt numin,
en bæði auðugri og frjósamari miklu heldur en Ástralía,
sem frá náttúrunnar hendi var miklu ver úr garði ger.
6