Hlín. - 01.10.1902, Síða 83
83
algerlega árið 1788; þangað gat hin brezka stjórn því
ekki lengur flutt hina verstu óbótamenn, eins og áður
hafði verið venja, meðan Norður-Ameríka laut yfirráðum
Breta; þess vegna varð brezka stjórnin að velja einhvern
annan blett á jörðunni til þess að geyma afbrotamenn-
ina; austurhluti Ástralíu varð fyrir valinu. A 13. degi
maímánaðar árið 1787 lögðu 11 skip á haf út fráBret-
landi og ætluðu sór til Nýa-Suðurwales; flotaforingi var
Arthur Philip höfuðsmaður. Á skipunum voru 212
hermenn og af þeim voru 40 með konum og börnum ;
þar að auki voru á skipunum 770 afbrotamenn' og 570
landnámsmenn; þeir höfðu með sór öll nauðsynleg á-
höld og matvæli til tveggja ára. Eftir 8 mánaða úti-
vist tóku skipin land við fióa einn á ströndum Nýa-
Suðurwales; það var á 21. degi janúarmánaðar árið
1788. Flóa þann, er þeir komu skipum sinum í, hafði
náttúrufræðingurinn Banks, sem var með Cook á ferð-
um hans, kallað Botany-Bay. Yið nákvæmari rannsókn
fundu menn samt, að jarðvegurinn var ekki heppilegur
til þess að setjast þar að, svo var og höfnin eigi góð;
þess vegna fluttu landnámsmennirnir sig til Port-Jack-
son, sem er norðar en Botany-Bay. Þar komu þeir í
lítinn fjörð, sem var sex mílur frá höfninni; á rann
eftir dalnum inn af firðinum og að öllu leizt þeim hið
bezta á sig þar, þess vegna völdu þeir sér þar nýlendu-
stæði og stofnuðu borgina Sydney með öllum þeim há-
tíðahöldum, sem tími og ástæður leyfðu.
Samkomustaðurinn var á bletti einum, sem ruddur
hafði verið frumskógnum; þar var lesin upp skipun kon-
ungs um að Arthur Philip skyldi vera landstjóri yfir
Nýa-Suðurwales, er náði yfir hálft meginiandið og næstu
eyjar; landstjórinn hafði heimild til þess frá hinu brezka
þingi, að fella dauðadóm yfii' þeim mönnuin, er glæpi