Hlín. - 01.10.1902, Page 84
84
hOfðu í frammi eða á einhvern hátt hegðuðu sér illa,
og vald til þess -'-ð náða óbótamenn. Hermennirnir
hleyptu 3 skotum af fallbyssum og þar með var hátíð-
arathöfninni lokið. Philip landstjóri steig að siðustu
upp í ræðustólinn, hélt ræðu til þeirra, sem viðstaddir
voru og gaf skipani)- sínár um að tekið skyldi til starfa
þá þegar; hann gaf þar hinni nýju nýlendu nafn og
nefndi Sydney.
Vart mun hann hafa grunað, að' blómleg og fólk-
mörg borg mundi rísa hér upp á 100 árum.
Sama dag tóku 16 skipa-smiðir og 12 afbrotamenn,
sem lært höfðu timbursmíði, að :reisa hin fyrstu bjálka-
hús, er voru fremur ósnotur, sem von Var til. Nú var
tekið tii starfa með hinum mesta dugnaði.
14. febrúar var King flokksforingi sendur með eina
deild manna til þess að stofna nýlendu á eyjunni Norfolk.
Afbrotamönnunum var gefið svo mikið frelsi, sem
unt var, en hin harðasta hegning var lögð við öllum
óknyttum. í lok febrúarmánaðar tók hinn nýstofnaði
dómstóll til starfa; voru þá 6 afbrotamenn tii dauða.
’dæmdir fyrir þjófnað, einn hinna seku var hálshögginn
sama dag, en hinir frmm voru náðaðir og fluttir til
eyðieyjar einnar lítillar, sem liggur þar á höfninni;
þar urðu þeir að iifa afskektir frá öllum öðrum mönn-
um og fengu að eins vatn og brauð sér til viðurværis.
Húsasmíðið gekk allvei; fyrstu húsin, er smíðuð
voru, var hús landstjórans og ráðhúsið, en að skömm-
um tíma liðnum voru götur lagðar og fjölmörg smá-
hýsi komin upp með fram þeirn.
Á einni af hæðum þeim, sem umlykja Port-Jack-
son og landstjórinn nefndi Rose-Hill, var komið upp
stórum görðum og þar ræktaðar ýmsar manneldisjurtir.
Þaðan voru og sendir menn við og við til þess að rann-