Hlín. - 01.10.1902, Síða 87
Búnaðarfélag íslands.
EFTIR
S. B. Jónsson.
„Búuaðarfólag íslands" er stórt og veglegt nafn að
áliti þjóðarinnar. Það er því náttúrlegt, og það d að
vera i alla staði rétt o</ tilldýðHegt, að alþýðan taki mik-
ið tillit til skoðana þess félags og álits, á þeim málum
sem almenning varði og tilheyra þess verkahring.
En þess ber jafnframt að mimiast, að því meira
traust sem þjóðin setur til þess félags, og því meira
fé sem hún fær því.í hendur til frjálsra umráða árlega, því
ábyrgðarmeira er starf þeSs, og hluttaka þess í störfum
almennings,, ef ekki lagaiega, þá samt siðferðislega. Það
er sem sé. ekki nóg, að hafa mikla tiltrú, mikil ráð
óg sterk tök, til þess að gera „mikið.“ Það þarf jafn-
framt að hafa það hugfast að það sem gert er, hvort
sem það er mikið eða lítið, sé nauðsynlegt, og sé gert
á þann hátt að það gagnist sem allra mest þeim er
þiggja eiga.
Eg þykist viss um, að hið svo kallaða „Búnaðar-
fólag íslands". geri alt sem það gerir í beztu meiningu
fyrir hag landsmanna, og eg geri ráð fyrir að margt
sem það hefir gert og gera látið, hafi orðið og verði.
til gagns fyrir land og lýð. En þótt svo sé, þá er það
ekki fullnægjandi, það þarf al t að vera til gagns, ef vel
á að vera, og svo mikils gagns, er tilsvari framlögðum
kostnaði, í hverju tilfelli.