Hlín. - 01.10.1902, Page 92
Y atnsafl.
ins og kunnugt er, er hestaflið metið
afls, er útheimtist til þess að lyfta 33 þúsund
punda þunga eitt fet frá jörðu á hverri mínútu.
Hestafl í vatni þýðir því það, að 33 þúsund pund af
vatni verða að falla eitt fet á hverri mínútu til þess að
verða ígildi eins hestafls. Með athugun og nákvæmni
getur hver maður mælt svo nærri lagi sé vatnsaflið í á
eða læk, sem hann ber að, og sem straumhraði sýnir
að mætti nota til vinnu. Fyrst er að mæla straum-
hraðann og þar næst breidd og dýpi lækjarins eða ár-
innar. Breiddin og dýpið þvert jrflr ána sýnir, hvað
mörg teningsíet af vatni ávalt eru á sama stað, en
hvert teningsfet af vatni er 62J/2 pund að þyngd. Þeg-
ár fenginn er teningsfeta-fjöldimi af vatni þvert yflr ána
á gefnum stað, skal margfalda hann með fetafjöldanum,
sem straumurinn fer á hverri mínútu. Það, sem þá
kemur út skal margfalda með punda-tölunni í hxjörju
teningsfeti af vatni, þ. e., með 62x/2- Þá útkomu skal
margfalda með fetafjöldanum í hæð fossins eða flúð-
anna. Þá er allt fengið; og skal deila síðustu útkom-
unni með 33,000 (1 hestafl) og kemur þá í ljós vinnu-
afl straumsins í hest.afla-tali. Þetta dæmi er sett til
skýringar: Lækurinn er 40 feta breiður, vatnið 1 fet á
dýpt, fallið — fossinn eða flúðirnar yflr hann þveran —
10 fet, og straumhraðinn 150 fet á minútu hverri.
Teningsfeta-fjöldinn af vatni, yfir þveran lækinn, er þess