Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 25
Séra Árni Þórarinsson, iyrrv. próiastur.
Við fráfall séra Árna Þórarinssonar getur engum dulizt,
að nú hefir kvatt sá, er meiri var en meðalmaður, að and-
legu atgjörvi.
Hann gerðist prestur
ungur að aldri, og að því er
hann segir sjálfur, því nær
trúlaus, og eins og margur,
með litla lífsreynslu að
baki. En, þegar hann kom
út í starfið, varð hann brátt
fyrir trúarlegum áhrifum
frá sóknarbörnum sínum,
sem gerðu hann að þeim
einlæga og barnslega trú-
manni, er hann svo síðar
reyndist jafnan.
Það gat heldur ekki öðru-
vísi farið, þegar í hlut átti
svo heitur og auðmjúkur
tilfinningamaður sem hann
var, er auk þess var gæddur
miklum og skörpum gáfum.
Hann hlaut að komast að réttri niðurstöðu um staðreyndir
þess boðskapar, sem honum hafði verið falið að flytja,
þvi að prestsstarfið opnaði honum víðar gáttir beint inn
að hjörtum sóknarbarnanna.
Þegar við heyrum um þetta dauða tímabil í trúarlífi
hans, gæti ég hugsað, að mörgum fari líkt og mér, að
finnast það harla fjarstæðukennt að tala um blundandi
trú hjá séra Árna, hvað þá trúleysi, svo var trúardjörfung