Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 35
Á vor-inngöngudaginn.
Kom sæl og blessuð bjarta, heita sól,
kom blessuð til vor, fóstra lífs á jörð.
Hvern vísi lífs, sem veröld þessi ól
til vaxtar, knýr þú fram. Og þakkargjörð,
ó, fagra sól, þér flytur sérhver tunga.
Vér fögnum heitt, að léttir myrkra þunga.
Ó, að eg stillla mætti morgunbrag
við morgunglaða sólskríkjunnar lag.
Ó, sól, þinn heita, mjúka morgun-koss
sem magnanstraum fær leitt í gegnum allt.
Sem ásthlý móðir viðkvæmt vermi oss,
þú vefur geislafaðmi IMorðrið kalt,
unz vorhlýr skín hinn skuggalausi geimur
— hinn skínandi og fagri Norðurheimur.
Sú geislamagnan endist ársins helft,
þá yfir fönn og svartamyrkri er skelft.
Ó, fagra sól, þér fagnar allt á jörð.
Sjá frerann þíðir geisla-kossinn þinn,
og ylinn Ijúfa leiðir um jarðarsvörð,
og lífleg roðnar aftur fjallsins kinn.
Þú fjötra hels og myrkurs Ijúfast leysir
og lífsins bundna starf þú endurreisir.
Eg finn og skil þá sælu og samfögnuð,
er sól og eld menn tilbáðu sem guð.
Kom blessuð sól, sem blessar alla jörð,
nú berst um norðurhvelið Ijómi þinn.
Þú IMorðurs barn, ó ber fram þakkargjörð,
er bjarta vorið stígur til þín inn.