Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 62
„SÆLIR ERU HÓGVÆRIR ..
Minning Gandhis.
Á dimmu hæðinni austur á Gyðingalandi dó Kristur
fyrir 19 öldum. 1 ræðunni, sem siðan er kennd við fjallið,
er hann flutti hana á, hafði hann lagt fram stefnuskrá, sem
fæstum þótti líkleg til sigurs. Þar hafði hann fordæmt
ofbeldið í hverri mynd, sagt mönnum að bjóða fram vinstri
kinnina, er þeir væru slegnir á hina hægri, og gefa kyrt-
ilinn þeim, sem vildu ræna þá kápunni. Hann hafði kennt
mönnum, að ekki með ofbeldi, heldur með þögulli þjáning
mundu þeir vinna stærstu sigrana, að með hinni óvirku
baráttu myndu þeir ná árangri, sem þeir gætu aldrei náð
með vopnavaldi. Með auðmýktinni ættu þeir að sigra
hroka heimsins, með kærleikanum ættu þeir að vinna bug
á hatrinu, og andspænis dramblátum drottnurum hafði
hann ekki hikað við að kenna, að hinir hógværu myndu
landið erfa.
Fyrir þessa hugsjón lét hann lífið, og á móti dauða og
þjáningum gekk hann með hátignarfullri ró og festu, því
að hann vissi, að dauði hans var sigur.
En hugsjón hans reyndist flestum mönnum of há. Þeir
viku af vegi hans, höfðu ekki sálarþrek til að taka upp
merkið hans, að fáum fráskildum. Þeir gleymdu eftir-
breytninni en bjuggu sér til lausnarkenning í nafni haris
til að finna sálum sínum frið. Fyrirmyndin varð þeim of
há, en frelsarann reyndu þeir að elska.
Og leiðin lá áfram. „Aldir rimnu með eld og blóð, eggjar
og þyrnar stungu“, — dauði hans hafði gefið hugsjóninni
líf, svo að hún gleymdist ekki.
Fyrir 60 árum kom nítján ára gamall Indverji af tign-