Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 81
BÆKUR
175
Leikritið Hamarinn
eftir séra Jakob Jónsson hefir verið leikið á Akureyri síðari
hluta vetrar.
Sálarrannsóknafélag íslands
minntist aldarafmælis spíritismans með hátíðahöldum dag-
ana 28. marz til 4. apríl. Þeim lauk með fjölsóttri samkomu
í Fríkirkjunni.
Félagasamtök um bygging æskulýðshallar.
Æskulýðsfélög Reykjavíkur hafa stofnað með sér bandalag
í því skyni að hrinda í framkvæmd byggingu æskulýðshallar.
Bræðralag, krístilegt félag stúdenta, hafði forystuna, unz
Bandalagið sjálft tók við, 1. marz. Biskupinn, dr. Sigurgeir
Sigurðsson, hefir mjög stutt þetta mál.
Frá Sauðárkróki.
Þar hefir risið í vetur iðnskóli og gagnfræðaskóli. Sóknar-
presturinn, séra Helgi Konráðsson, hefir haft forystu.
Góður gestur.
Ingibjörgu Ólafsson hefir verið boðið til íslands í sumar, og
hefir hún í hyggju að koma.
Utvarpskvöld Bræðralags
var sunnud. 7. marz. Kristján Róbertsson, stud. theol., flutti
erindi um bjartsýni kristindómsins. Eitt af sunnudagaskólabörn-
um guðfræðideildar las sálm. Séra Jón Thorarensen las kafla úr
bók dr. Magnúsar Jónssonar um Hallgrím Pétursson og Andrés
Bjömsson, cand. mag., Ijóð eftir Þorstein Valdimarsson guð-
fræðikandídat. Fjórir ungir menn sungu nokkur lög.
Biskupinn heimsækir skóla.
Biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, og þrír ungir guðfræð-
ingar úr Bræðralagi fluttu prédikanir og erindi í Laugarvatns-
skóla sunnudaginn 15. febrúar.
Séra Eiríkur Stefánsson á Torfastöðum
hefir verið skipaður prófastur í Ámesprófastsdæmi frá 1. maí
að telja.
Ný lög um sóknargjöld.
Á síðasta Alþingi voru samþykkt ný lög um sóknargjöld.