Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 78
172
KIRKJURITIÐ
og lét sér annt um, a3 sú sendiför kæmi að sem beztum notum
í því, er hann mátti. Hann var með lærðustu prestum og ágætlega
ritfær. Er þessi bók hans ekki aðeins ágætasta heimild um sjálf-
an hann og störf hans, heldur einnig stórmerk aldarfarslýs-
ing, er ekki mun verða gengið fram hjá á komandi tímum.
Haraldur Sigurðsson hefir ritað fróðlegan inngang að ævi-
sögunni og séð um útgáfuna þannig, að honum er sómi að.
Hlaðbúð gefur út.
A. G.
Iceland's Thousand Years.
nefnist rit á ensku með f jölda mynda, sem The Icelandic Cana-
dian Club og Þjóðræknisfélagið gefa út í sameiningu.
Bókin er safn af ritgerðum um ísland og íslendinga eftir vini
vora vesta hafs. Þær eru 13 alls, auk formála eftir forseta
fyrmefnda félagsins, frú Hólmfríði Daníelsson, og kynna vel
land vort og þjóð í enskumælandi heimi.
Ritgerðimar em, sem hér segir:
l. íslandslýsing. Eftir frú Ingibjörgu Jónsson.
n. Landnám á íslandi. Eftir séra Valdimar Eylands.
m. Gullaldarrit íslendinga.
IV. Lýðveldi íslands hið foma. Eftir séra Halldór Jónsson.
V. Kristnitakan. Eftir séra Philip Pétursson.
VI. Upphaf Grænlandsbyggðar og fundur Ameríku. Eftir
frú Ingibjörgu Jónsson.
Vn. Snorri Sturluson. Eftir séra Halldór Jónsson.
Vni. Sturlungaöldin. Eftir Steina J. Sommerville.
IX. Ánauðaraldir íslendinga. Eftir frú Hólmfríði Daníelsson.
X. Hallgrímur Pétursson. Eftir séra Valdimar Eylands.
XI. Afturelding. Eftir dr. Richard Beck.
XII. Bókmenntir íslendinga á 19. öld. Eftir Skúla Johnson,
prófessor.
Xm. Frelsi og framfarir. Eftir W. Kristjanson, höfuðsmann.
Ritgerðimar eru greinagóðar og skrifaðar í sama hlýja anda
og einkennir allt, sem Vestur-íslendingar rita um land vort
og þjóð. Á. G.
íslenzkir guðfræðingar 1847—1947.
Minningarrit á aldarafmæli Presta-
skólans, I og II. — Reykjavík 1947.
Um leið og aldarafmæli Prestaskólans var haldið hátíðlegt,