Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 19
SÉRA GUÐMUNDUR EINARSSON 113
Ég vitnaði í orð postulans, þar sem talað er um trú
móðurinnar. Svo er mál með vexti, að ég kynntist móður
Guðmundar áður en ég þekkti hann. Úlfhildur Guðmunds-
dóttir frá Flekkudal var vinkona móður minnar. Þegar
ég var drengur heima hjá móður minni, sá ég og heyrði
Úlfhildi oft. Hlustaði ég oft á samtal hennar og móður
minnar og heyrði þá, að trúuð kona var í heimsókn. Síðar
varð ég góður vinur Úlfhildar, og hjá henni sá ég gleði og
festu trúarinnar. Þessi trú gekk að erfðum til bama hennar
og niðja.
Þegar talað er um ævistarf séra Guðmundar, þá má ekki
gleyma arfinum, hinum andlega fjársjóði, sem hann eign-
aðist í heimkynnum foreldranna.
En þó að móðirin sé trúuð, getur svo farið, að barnið
fari aðra leið. Hér fór það svo, að arfurinn varð persónuleg
eign, og bar svo ríkan ávöxt, að af arfinum og eigninni
var lifað langa ævi.
Sú stund kom, að séra Guðmundur gat sagt, eins og
sagt var við samversku konuna: „Það er eigi framar fyrir
þitt tal, að vér trúum, því að sjálfir höfum vér heyrt og
vitum, að þessi maður er frelsari heimsins.“ Gott er að
eiga trúaða foreldra, gott er að vera undir því áhrifavaldi,
sem fylgir bæn trúaðrar móður. En aðalatriðið er að geta
sagt: „Nú trúi ég.“ Það er ekki aðalatriðið að segja já við
einu og öðru, að samsinna. En ef hjartað fyllist fögnuði
vegna sannleika trúarinnar, þá verður ekki aðeins sagt:
»,Ég trúi, að þetta sé satt og rétt.“ Þá brýzt játningin fram:
>,Ég trúi á Drottin." „Lífið er mér Kristur." En þá verður
trúuðum manni ómögulegt að setja Ijósið undir mæliker.
Þá verður með gleði sagt: „Ég trúði, þessvegna talaði ég.“
Guðmundur Einarsson eignaðist heita, ákveðna og sjálf-
stæða trú.
Við vorum skólabræður, en leiðir okkar lágu ekki oft
saman þá. Guðmundur varð stúdent 1901. Sigldi hann þá
samsumars til Kaupmannahafnar til guðfræðináms. Þar
varð hann fyrir sterkum, vekjandi áhrifum kristindómsins.
8