Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 22
116
KIRKJURITIÐ
Fimm urðu prestsár hans þar. En tuttugu urðu prestsár
hans á Mosfelli í Grímsnesi. Prests- og prófastsstörfum
gegndi hann með röggsemi og prýði. Hver helgiför var
honum hátíð, og um það talaði hann oft við mig, að um
hann streymdi ylur frá nálægð Guðs, er hann væri frammi
fyrir altari Drottins og flytti í prédikunarstóli orð lífsins.
Séra Guðmundur átti alvöru, lofgjörð og gleði trúarinnar.
Það muna sóknarbörnin og það muna prestarnir. Það var
enginn flysjungur, sem kvaddi sér hljóðs, er séra Guð-
mundur tók til máls á prestastefnum og víðsvegar á
mörgum prestafundum. Skoðanir hans voru fastmótaðar,
eins og maðurinn sjálfur var þéttur á velli og þéttur í lund.
En í fylgd með festu hans var hin drenglundaða vinátta og
sannur bróðurhugur.
Hvort sem hann var í kirkju eða á heimilum sóknarbarna,
var hann fyrst og fremst presturinn. Hjarta hans titraði af
fögnuði trúarinnar, og bænin reyndist honum hin örugg-
asta hjálp og hin réttasta aðferð. Ef honum geðjaðist
ekki að skoðunum eða málflutningi samferðamanna sinna,
sagði hann oft við mig: „Það er aðeins eitt að gera. Það
er að biðja fyrir þeim.“ Ég vissi, að þessi aðferð var í
nánu sambandi við hugarfar hans og trú.
Séra Guðmundur var í senn hinn einlægi trúmaður,
trúr þjónn Drottins og kristinnar kirkju, og dugmikill
sveitarhöfðingi. Næman skilning átti hann á hinum marg-
háttuðu viðfangsefnum, starfi og baráttu mannanna. Hann
skildi svo vel, að menn vildu búa í landinu við bættan hag,
og njóta þeirra gæða, sem Guð gaf fögru landi.
En um fram allt skyldi hið heilaga vera súrdeigið, sem
gagnsýrir allt mjölið. Það var honum um að gera, að á allt
væri litið frá sjónarmiði eilífðarinnar, svo að yfir þeim,
sem búa í náttmyrkranna landi, mætti ljóma fögur birta.
Það var innileg þrá hans, að prestarnir bæru ljósið til
mannanna, bæði á helgum og virkum dögum. En það vita
prestarnir, að hag þeirra og bætt kjör bar hann mjög fyrir