Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 66
160
KIRKJURITIÐ
kvæðu öfl með þjóðinni sjálfri, og þjáningar foringjans
urðu oft ótrúlegar, því að mörg voru afbrotin framin í
eigin flokki hans. En hann tók ævinlega allra sekt á sig,
svo að þjóðin hans er nú farin að skilja, að um hann get-
ur hún sagt: „En hann særður var vegna vorra synda og
kraminn vegna vorra misgjörða". Og nú er heimi öllum að
verða ljóst, að á Indlandi hefir sannazt, að Kristur mælti
sannleikans mikla orð, er hann sagði: „Sælir eru hógvær-
ir, því að þeir munu landið erfa“. Fyrir hógværð Gandhis
hafa Indverjar erft land sitt að nýju.
Hershöfðingi Breta spottaði hina vopnlausu baráttu hins
hógværa manns, og jarlinn brezki sagði fyrir 30 árum, að
vitleysa Gandhis væri fáranlegasta vitleysan, sem enn
hefði komið upp í heiminum. En hvað hefir tíminn leitt
í ljós? Hver var vitur og hver var heimskingi?
í straumelfum sínum bera hin heilögu fljót Indlands
ösku Mahatma Gandhis til sjávar, og hún týnist, en
lífsverk hans mun lifa, og um aldur mun það hrópa til
þeirra, sem bera kristið nafn. Húsið hans á að varðveit-
ast komandi kynslóðum, óbrotið og fátæklegt, því að
„í hallarglaum var hans hjarta fátt,
hreysið hann kaus með rjáfrið lága“,
en í hinum óbrotna einfaldleik á húsið hans að minna menn-
ina á mikla hluti, tala til þeirra um hin stóru mál.
Jón Auðuns.
(Um Gandhi og baráttu hans hefir langbezt ritað á íslenzku séra
Kjartan Helgason, prófastur í Hruna, í ágætri ritgerð í 9. og 10.
árg. Prestafélagsritsins. En um hin síðari starfsár Gandhis hefir
ekkert verið ritað að gagni. Væri það þó nauðsynjaverk. J. A.)