Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 26
120 KIRKJURITIÐ og sannfæringarvissa hans mikil. Og ég held, að ég hafi engan mann þekkt, sem svo opinskátt, blátt áfram og feimn- islaust vitnaði um sannindi trúarinnar, hvar sem var og hvenær sem færi gafst. En þó að mörgum e. t. v. finnist þetta f jarstæðukennt, var þessu þó svo háttað og er ekkert einsdæmi, og einkum, að heitir trúmenn geti bent á lík tímabil í ævi sinni, er trúarlíf þeirra varð ófrjótt og nærri dautt. Hann kennir þetta skólanámi og aldaranda, sem hafi gert út af við einlæga og örugga bamstrú sína. Hefir hann vafalaust margt rétt fyrir sér í því. Á þeim árum var Brandesarstefnan mjög að komast í tízku meðal yngri menntamanna. Og þó að hennar gætti ekki í Presta- skólanum sjálfum, mun hún óhjákvæmilega hafa haft truflandi áhrif á hina ungu guðfræðinga, án þess að þeir gerðu sér það e. t. v. ljóst sjálfir. Þá mun það einnig vera nokkuð almennt viðurkennt, að guðfræðinámið stefni mönnum út á hálan ís í trúarlegum efnum. Það kann marg- an að furða á, að svo sé, eða þurfi að vera. En þegar að er gáð, er þetta ekkert merkilegt. Ungir að árum byrja menn á því námi. Allt, sem þeim er heilagast og friðhelg- ast, er nú dregið fram, lið fyrir lið, og skoðað með gagn- rýni vísindamannsins eins og um hversdagsleg efni væri að ræða, og sjálfir eru þeir krafnir til þátttöku. Setur þá andlegan hroll að mörgum, sem nærri stappar óbeit, og geigvænlegar efasemdir fara að stíga sinn ferlega dans. öryggi og jafnvægi barnstrúarinnar raskast, því hingað til hafði ekki verið spurt, en trúað því, sem kristnir for- eldrar, ömmur og afar höfðu vitnað um. Hér er um þján- ingar sjálfstæðrar kristinnar mótunar að ræða. Það kemur að því fyrr eða seinna, að hver fulltíða maður verður að gera upp við sjálfan sig í þessum efnum, og þarf ekki skólagöngu til þess. Það er hin ósveigjanlega krsifa lífsins, að hann hætti að láta aðra hugsa fyrir sig. Það er hér, sem hin heilögu vé barnstrúarinnar bresta. Það veldur óneitanlega þjáningum, því að þetta eru fæðingar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.