Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 33
SÉRA ÁRNI ÞÓRARINSSON 127 Bók þessi hefir nú á ný vakið athygli á honum, og um þær mundir, sem hann lézt, er nafn hans og sóknarbarna hans á margra vörum. Þessi bók hefir óhjákvæmilega komið á róti í hugum margra, þvi að þar er harður dómur kveðinn upp yfir sóknarbúum og sýslungum í heild, og flestum mun svo farið, a. m. k. við fyrsta yfirlestur, að veita hinum nei- kvæðu niðurstöðum mesta athygli, en sjást yfir þá viður- kenningu, sem áður hefir verið drepið á. Þetta hefir vakið sársauka og gremju, sem að einhverju leyti varpar skugga á minningu séra Árna og truflar nokk- uð þá virðingu og þakklæti, sem honum ber fyrir langt og mikið ævistarf. Einkum finnst mörgum það ósanngjamt, að Snæfellingar leggist allir undir þann dóm almennings, að vera skoðaðir sem hinir lélegustu þjóðfélagsþegnar, jafnvel hvar í heimi sem er, og má það enginn lá þeim. Hinsvegar neitar þvi enginn, að ýmsir þeir ókostir, sem lýst er á hendur Snæfellingum, hafi legið og liggi þar í landi, en þetta sé svo um allt land og geti þar ekkert hérað verið undanskilið. Ennfremur hefir það valdið mörgum sárum vonbrigðum, að vissar sögur um einstaka menn, lifandi og látna, skyldu þannig hafa verið færðar í annála. Það getur engum blandazt hugur um, hvílíkur regin- munur er á því að lesa öðrum fyrir svo viðtækt efni, sem löng ævisaga margra starfsára er, eða skrifa hana sjálfur. Hver sá, er mælir þannig af munni fram, einhverja ákveðna tíma á dag, slitróttar minningar liðins tima, hlýtur ósjálf- rátt að bresta nauðsynlega gagnrýni á efnisval og með- ferð. Ég er þá líka sannfærður um, að hefði séra Árna borið gæfu til að skrifa æviminningar sínar sjálfur, hefði þar margt orðið með öðrum blæ, og ásaka ég þó sögurit- arann á engan hátt, né gruna hann um græzku. Undir venjulegum kringumstæðum er vitanlega of fljótt að fella nokkurn heildardóm yfir þetta verk, sem enn þá hefir ekki birzt í heild, og var það heldur ekki meining
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.