Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 69
163
ÉG HEFI NOKKUÐ AÐ SEGJA ÞÉR
Hversu áhrifamikil er hún myndin, sem þessi frásaga
bregður upp. Hversu ljóslega standa höfuðpersónur henn-
ar fyrir hugarsjónum vorum. — Hinn sjálfsánægði og
þóttafulli Farísei. — Bersynduga konan, sem krýpur grát-
andi að fótum Jesú. — Meistarinn, sem horfir á þau á víxl,
syndarann og hinn flekklausa — augunum, sem kunnu
að lesa hinar leyndustu hugarhræringar — og kveður
síðan upp hinn óvænta dóm.
-— Því hversu óvæntur og ósanngjam hefir dómur Jesú
hlotið að vera í augum Símonar Farísea. — Var hann ekki
rétttrúaður og réttlátur maður? Hafði hann ekki jafnan
gætt þess, að lifa samkvæmt forskriftum lögmálsins?
Hafði hann nokkru sinni gerzt sekur um nokkra áberandi
hrösun? Hafði hann ekki fyllsta rétt til að fyrirlita ber-
syndugt fólk eins og konuna, sem kraup að fótum Jesú?
Var nokkurt vit í því að gera slíkan samanburð á honum
og henni? Keyrði það ekki að minnsta kosti úr hófi fram,
að gefa í skyn, að syndalíf hennar hefði stuðlað að því,
að þroska með henni eiginleika, sem gerði sál hennar Guði
þóknanlegri en sál hins siðavanda Farísea?
Það mat á lífsviðhorfum, sem kemur fram í viðræðu
Jesú við Símon Farísea, er bæði djúphugsað og dásamlegt.
En orð Jesú falla á þá lund, að næsta auðvelt er að mis-
skilja þau og fá út úr þeim hættulega villukenningu.
Vér skulum því taka til ýtarlegrar íhugunar viðhorf Jesú
til syndaranna og athuga síðan orð hans hér í ljósi þess.
-— Jesús barðist gegn syndinni í öllum hennar myndum,
en barátta hans gegn henni var í því gagnólík baráttu
kennimanna Gyðinga, að þeir lögðu höfuðáherzluna á að
banna og refsa fyrir einstakar verknaðarsyndir, en Jesús
lagði allt kapp á að ná fyrir rætur syndalífsins með því
að koma hugarfarsbreytingu á hjá syndaranum. Kærleiks-
ríkt hugarfar var að kenningu hans eini hugsanlegi lyk-
illinn að guðsríki. — Að hvaða leiðum menn öðluðust þetta
bugai’far, var að hans dómi ekkert höfuðatriði. — Nú
bafði lífsreynsla hans fært honum heim sanninn um það,