Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 49
EINING AÐ BAKI ÓLÍKUM SKOÐUNUM 143 sá, er haldi frá Guði sífellt lengra og lengra, muni glatast. Hinir, sem trúa því, að heimþrá vor til Guðs sé lífsins kjarni og leiði alla heim að lokum, gleyma því heldur ekki, að eins og maðurinn sáir, þannig mun hann uppskera, og að óumræðilega mikil ábyrgð fylgir jarðlífi okkar. Það er auðveldara að sleppa ómeiddur af falli ofan af björgum niður í urð, en að bíða ekkert tjón á sál sinni við brot á meginboðum Guðs. Þess er ekki að dyljast, að þótt hefji loks alla Guðs hjálparkraftur, þá er hægra að falla en rísa upp aftur. Og hver má við því að vængstýfa anda sinn áður en hann leggur til eilífðarflugsins? Guðsneistinn verð- ur að leita ófölskvaður upphafs síns. Báðir eru þannig sammála um það, að vegirnir séu tveir, annar í áttina til lífsins, hinn í áttina til dauðans. Og báðir leggja höfuðáherzlu á það, að allir hverfi frá hel- stefnunni þegar í þessu lífi. vn. Ég þykist nú hafa sýnt í nokkrum höfuðdráttum, að ein- ing geti ríkt að baki ólíkum skoðunum í kirkju okkar. En til hennar tel ég alla, jafnt leika og lærða, sem vilja eiga Jesú Krist að frelsara og leiðtoga lífs síns. Það er skylda okkar hvers um sig að vinna að þessari einingu. Fyrst og fremst fyrir kristni þjóðarinnar í heild, til lausnar ótal vandamálum hennar og varanlegs þroska, og svo blátt áfram vegna sjálfra okkar. 1 þessu sambandi vil ég geta mjög athyglisverðra og merkra orða kirkjumálaráðherra á aldarafmæli Presta- skólans: „1 þessu landi hafa aldrei verið háðar trúmáladeilur með þeim hætti, sem tíðkazt hefir með öðrum þjóðum, hvað þá trúarbragðastyrjaldir, sem víða hafa verið þyngsta böl. Þetta er tvímælalaust ekki sízt að þakka íslenzkri presta- stétt, sem boðað hefir kristinn dóm og guðsorð af þeirri góðvild og með því umburðarlyndi, sem þeim sæmir, er svo göfugu hlutverki gegna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.