Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 49

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 49
EINING AÐ BAKI ÓLÍKUM SKOÐUNUM 143 sá, er haldi frá Guði sífellt lengra og lengra, muni glatast. Hinir, sem trúa því, að heimþrá vor til Guðs sé lífsins kjarni og leiði alla heim að lokum, gleyma því heldur ekki, að eins og maðurinn sáir, þannig mun hann uppskera, og að óumræðilega mikil ábyrgð fylgir jarðlífi okkar. Það er auðveldara að sleppa ómeiddur af falli ofan af björgum niður í urð, en að bíða ekkert tjón á sál sinni við brot á meginboðum Guðs. Þess er ekki að dyljast, að þótt hefji loks alla Guðs hjálparkraftur, þá er hægra að falla en rísa upp aftur. Og hver má við því að vængstýfa anda sinn áður en hann leggur til eilífðarflugsins? Guðsneistinn verð- ur að leita ófölskvaður upphafs síns. Báðir eru þannig sammála um það, að vegirnir séu tveir, annar í áttina til lífsins, hinn í áttina til dauðans. Og báðir leggja höfuðáherzlu á það, að allir hverfi frá hel- stefnunni þegar í þessu lífi. vn. Ég þykist nú hafa sýnt í nokkrum höfuðdráttum, að ein- ing geti ríkt að baki ólíkum skoðunum í kirkju okkar. En til hennar tel ég alla, jafnt leika og lærða, sem vilja eiga Jesú Krist að frelsara og leiðtoga lífs síns. Það er skylda okkar hvers um sig að vinna að þessari einingu. Fyrst og fremst fyrir kristni þjóðarinnar í heild, til lausnar ótal vandamálum hennar og varanlegs þroska, og svo blátt áfram vegna sjálfra okkar. 1 þessu sambandi vil ég geta mjög athyglisverðra og merkra orða kirkjumálaráðherra á aldarafmæli Presta- skólans: „1 þessu landi hafa aldrei verið háðar trúmáladeilur með þeim hætti, sem tíðkazt hefir með öðrum þjóðum, hvað þá trúarbragðastyrjaldir, sem víða hafa verið þyngsta böl. Þetta er tvímælalaust ekki sízt að þakka íslenzkri presta- stétt, sem boðað hefir kristinn dóm og guðsorð af þeirri góðvild og með því umburðarlyndi, sem þeim sæmir, er svo göfugu hlutverki gegna."

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.