Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 42
136 KIRKJURITIÐ felst, að Jesús Kristur er sonur Guðs, á þessu byggist guð- dómur hans. Og þá, að dómi þeirra, sem frjálslyndir teljast, skiptir það minna máli, hvernig líkami hans varð til, hvort hann átti aðeins jarðneska móður eða bæði jarðneska móður og jarðneskan föður. Eða skyldi það vera meiri lítillækkun að eiga jarðneskan föður en jarðneska móður? Þeim kemur ekki til hugar að neita yfirnáttúrlegum getn- aði Jesú Krists í móðurlífi, að hann kunni að hafa verið nauðsynlegur til þess, að Jesús ynni það starf, sem hann átti að vinna. Lífsupphaf hvers manns á jörðu er leyndar- dómur, óskýranlegur og óskiljanlegur, og þá hversu miklu fremur hans, manns-sonarins og Guðs-sonarins. En þeir leggja ekki höfuðáherzlu á meyjarfæðingu, frekar en höfundar Nýja testamentisritanna gjöra yfirleitt.1) Þeir telja grundvöllinn að guðdómi Jesú Krists lagðan í eilífð- inni, og hugtakið „eingetinn sonur Guðs“ fela það í sér, sem frelsarinn lýsti með orðunum: Ég og faðirinn erum eitt. Hann er Guðs föður veru fegurst mynd. Fyrir því geta menn vissulega verið kristnir, enda þótt þeir trúi ekki lærdóminum um meyjarfæðingu. Er unnt að eygja einingu að baki svo ólíkum skoðunum? Ef trúin á meyjarfæðingu er grundvöllur trúarinnar á guðdóm Jesú Krists, hvers vegna er sú trú þá ekki pré- dikuð í kirkjunum? En ég segi fyrir mig: öll þau ár, sem ég hefi lifað, hefi ég aldrei heyrt neina prédikun flutta um meyjarfæðinguna. Menn kunna að segja, að það sé af því, að hún sé leyndardómur, en er ekki t. d. einnig upp- risa Krist leyndardómur, og sá leyndardómur meginþáttur í boðskap kirkjunnar í prédikunarstólunum? Nei, hvorki fyrir frjálslyndum guðfræðingum né íhaldssömum er kenningin um meyjarfæðingu í reyndinni kjami kristin- dómsins. Jesús er sonur Guðs í anda. Hitt er ekki höfuð- atriði, með hverjum hætti líkami hans varð til. Þessi kenn- 1) Hún er hvergi nefnd þar, nema i bernskufrásögnum Lúk. og Matt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.