Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 20
114
KIRKJURITIÐ
Átti hinn ungi maður því í sannleika sælar stundir í sam-
félagi við þá menn, sem voru brennandi í andanum.
Stúdentsprófi lauk ég 1902. 1 júlímánuði fékk ég bréf
frá Guðmundi Einarssyni stúd. theol. Hann skrifar: „Ég
hefi heyrt, að þú hafir í hyggju að koma hingað til Hafnar,
og að þú ætlir að lesa' guðfræði. Vertu velkominn. Það
gleður mig innilega, að í hjarta þínu er svar við spurn-
ingunni: Hvað virðist þér um Krist? Hvers son er hann?
Ég veit, að svar þitt styrkist, er þú kemur hingað.“
Til Hafnar kom ég 4. sept 1902. Þar tóku þeir á móti
mér tryggðavinir mínir, Guðmundur Einarsson og Jón
Öfeigsson.
Sama kvöld fór Guðmundur með mig á samkomu, er
haldin var í Kristilegu stúdentafélagi. Þar talaði Ussing,
einn hinn þróttmesti kennimaður Dana, og þar talaði einn-
ig guðfræðikandídat, Olfert Ricard að nafni. Átti ég þá
í fyrsta sinni tal við þann mann, sem ég þakka Guði fyrir
í hvert sinn, er ég minnist hans.
Á fyrsta stúdentsári mínu lauk séra Gísli Skúlason guð-
fræðiprófi. Voru þá 3 íslendingar við það nám, Guðmundur,
Haukur Gíslason og ég. Héldum við hópinn og áttum margar
yndislegar stundir, í kirkjum, við háskólafyrirlestra og
í biblíulestrarflokkum.. Við lukum prófi, Guðmundur og ég,
í júní 1907. Nokkrum mánuðum á undan okkur varð Hauk-
ur kandídat. Eftir það luku þeir guðfræðinámi í Höfn, séra
Páll Sigurðsson og séra Sveinbjörn Högnason. Er þá lokið
dvöl Islendinga við guðfræðideild Háskólans í Kaup-
mannahöfn. Af stúdentum frá Reykjavíkurskóla eru nú
á lífi 5, sem nám þetta stunduðu í Khöfn: Séra Haukur
Gíslason, sem nú hefir sótt um lausn frá embætti, sem
hann hefir gegnt um áratugi. Hér heima eru séra Friðrik
Hallgrímsson, séra Páll, séra Sveinbjörn og ég.
Oft höfum við séra Guðmundur talað um Hafnarárin,
kennarana, sem voru hálærðir og trúaðir. Þar var Peder
Madsen, hinn öruggi og trausti, sannur í trú og fræðslu,
Henrik Scharling, hinn lærði guðfræðingur og merki rit-