Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 76
170
KIRKJURITIÐ
Tímarnir breytast. Nýjar starfsaðferðir hafa verið teknar
upp á verklega sviðinu, er þykja taka fram þeim eldri, en
á kristilega starfssviðinu eru framfarirnar og leitin að
bættum starfsaðferðum langt aftur úr því verklega. Út-
varpsmessur eru að mínum dómi þakkarverðar og ómiss-
andi, en þær munu aldrei bæta að fullu upp missi húslestr-
anna, og sumir virðast því miður hafa lítinn áhuga á þessu
útvarpsefni. Aðalstörf prestanna eru, sem kunnugt er,
kirkjuræðumar (messur), sem eru oft illa sóttar, og að
leiðbeina börnum í kristilegum fræðum fyrir fermingu.
Að henni afstaðinni er oft að mestu slitið andlegu sam-
starfi milli prests og barna. Flestir unglingar sækja dans-
leiki óspart, er þeir bjóðast, en gleyma oft kirkju sinni.
Geymirinn rennur út. Kristilegu áhrifin frá fermingarimdir-
búningnum vilja oft gufa upp, en eldurinn er aðeins falinn.
Ef kirkjan er ekki einfær um, með núverandi starfsað-
ferðum, að blása upp neistann, svo að hann orni og lýsi
sem vera ber í innra lífi mannanna, verður hún að leita
að nýjum starfsaðferðum sér til hjálpar. En bjargi vanans
og deyfðarinnar er ekki ætíð létt að ryðja úr götunni, til
þess þarf meira en orðin tóm.
Margt bendir til þess, að trúarlífi þjóðarinnar fari hnign-
andi. Líkleg leið til úrbóta er að mínu áliti sú, að fólkinu
yfirleitt gefist meiri kostur en áður að taka virkan þátt í
kristilegri starfsemi, þannig að séð verði fyrir því, að kristi-
leg æskulýðsfélög starfi í öllum prestaköllum landsins. Þau
mundu glæða trúarlíf unglinga og efla siðferðilegan þroska
þeirra, og þá jafnframt gera prestsstarfið ánægjulegra
og áhrifaríkara.
Til þess að koma þessu í kring þarf biskup Islands að
fá alla prófasta á landinu til að vinna að því, að allir
prestar í umdæmum þeirra stofni slík félög á næsta ári,
þar sem þau ekki eru starfandi, með þeim börnum, er þeir
þá ferma, og fleirum, er kynnu að vilja ganga í félögin, og
fylgdu svo að sjálfsögðu þeirri reglu að fá árlega hvern
árgang fermingarbama sinna inn í félagsstarfsemina.