Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 48
142
KIRKJURITIÐ
hverja mannssál, réttláta og rangláta, muni ekki hætta að
elska sumar þeirra eftir andlátið, og því síður leggja á
eilífðarrefsingu fyrir augabragðssynd jarðlífsins. Engum
góðum jarðneskum föður myndi fara að því skapi. Hvað
þá föðurnum á himnum. Væri það ekki á valdi alviturs
og almáttugs kærleika Guðs að vinna sigur, — varna því,
að milljónir mannssálna á milljónir ofan glötuðust eilíflega,
þá myndi hann aldrei hafa látið þær verða til. Þá hefði
sonur hans eingetinn ekki heldur getað flutt óskoraðan
gleðiboðskap öllum lýðnum. Frelsarinn, sem bað fyrir
þeim, er þyngsta sök áttu á krossdauða hans, er sönnunin
milda um kærleika Guðs, einnig til þeirra, er rísa gegn
honum. Og niðurstigning hans til heljar var að dómi Péturs
postula hans til að boða framliðnum fagnaðarerindið. 1
þeim ljóma sjá mennirnir kærleikssól Guðs leita hverrar
sálar báðum megin dauðadjúpsins, eins og þegar geislar
knýja á og opna bikara blómanna fyrr eða síðar. Höfundur
Njólu, spekingurinn með barnshjartað, hefir rétt fyrir sér.
Útskúfa Guð engum kann
frá ætlunar settu merki.
Ei þarf kasta hjólum hann
heims úr sigurverki.
Óhultar en áin Rín
út í ratar sæinn,
gjörvallt flytur gæzkan þín,
Guð, í dýrðaræginn.
Ekki fæ ég séð, að djúp þurfi að myndast milli þeirra,
er hafa þessar ólíku skoðanir.
öfgalausu mennirnir, sem trúa því, að til sé eilíf útskúf-
un, halda henni yfirleitt lítt fram eða ekki. Þeir veifa ekki
vítissvipu til þess að reka menn inn í himnaríki. Þeir skilja
það, að ótti er ekki í elskunni, heldur útrekur fullkomin
elska óttann. Þeir telja það aðeins rökrétta afleiðingu, að