Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 56

Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 56
150 KIRKJURITIÐ máli og hrynjandi, en samræmar málmyndir og bragar- hættir sérkenna hið bezta í skáldskap hans, lipurð og létt- leiki. Petter Dass líktist um það hinum eldri samtíðarmönnum sínum og höfuðskáldum íslenzkum, þeim séra Hallgrími Péturssyni og séra Stefáni Ólafssyni, að hann er jafnvigur á veraldlegan og andlegan kveðskap, og hefir látið eftir sig merkileg verk, á báðum sviðum. Af veraldlegum kvæðum hans eiga „Dalavísur" hans („Den norske Dale-Vise“) sérstöðu bæði um efni og rím- leikni; voru þær fyrst prentaðar í Kaupmannahöfn 1683, hið eina af verkum hans, sem vitað er um, að út hafi komið um hans daga. Er þar um að ræða mjög raunsæja og ber- sögla lýsingu á lífinu í norskum dalabyggðum, og kennir þar viða markvissrar ádeilu. Kvæðið er skemmtilegt að sama skapi, enda hefir það orðið vinsælt mjög; leikur skáldið sér þar að dýrum bragarhætti, og hefir það átt sinn þátt í því að halda kvæðinu lifandi á vörum manna. Að efni til eru „Dalavísurnar“ skyldar aðalriti Petters Dass og því verki hans, sem hann á skáldfrægð sína mest að þakka, en það er kvæðaflokkurinn „Nordlands-Trompet" (Hálogalands-lúðurinn), alhliða lýsing á Hálogalandi og Háleygjum í bundnu máli. Vann skáldið að þessu riti sínu í meir en tvo áratugi, og lauk því eigi fyrr en á seinni árum sínum. Það náði mikilli útbreiðslu í afritum, en kom ekki út á prenti fyrr en 1739, heilum mannsaldri eftir lát höfundarins, en síðan hefir hver útgáfan rekið aðra. 1 kvæðaflokki þessum hefir skáldið náð ágætlega þeim tilgangi sínum: að fræða og skemmta í senn. Rauntrú og lifandi lýsing á staðháttum á Hálogalandi og lífi íbúa þess, í blíðu og stríðu, siðum og háttum, helzt þar í hendur við skáldlega túlkun á viðfangsefninu. Skáldið yrkir hér um það, sem hann hefir séð og reynt, t. d. lýsir hann á áhrifamikinn hátt prestsstarfinu í þessu hrikafengna og einangraða umhverfi, eins og það var á þeim dögum. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.