Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 21
SÉRA GUÐMUNDUR EINARSSON
115
höfundur. Og þar var Ammundsen, er varð foringi stú-
dentanna, leiðtogi innan kirkjunnar. Varð hann síðar
biskup, og fannst öllum sjálfsagt, að hann ávalt væri
fremstur í fylkingu.
Áhrifunum, sem við urðum aðnjótandi, gleymum við
aldrei. Vináttubönd voru tengd, og þau hafa ekki brostið.
I biblíulestrarflokki var með okkur stúdent, er hét og
heitir Marius Th. Nielsen. Hefir hann um langt skeið verið
prestur í Höfn. Er hann faðir hins kunna Islandsvinar,
Westergaard-Nielsen.
Eftir lát séra Guðmundar barst mér bréf frá séra Mariusi
Nielsen, og bar það bréf með sér, að sterk eru bönd trúar-
innar og vináttunnar, þegar æskan fylkir sér undir merki
Drottins.
Á námsárunum hlustuðum við á hinn skýra vitnisburð,
hlustuðum á hinar vekjandi raddir hinna áhugamestu
kennimanna, og vorum vottar að blómlegu kirkjulífi. Er
ég hugsa um þessi ár ævi okkar, verður þeim bezt lýst
með þessum heilögu orðum: „Þér munuð með fögnuði
vatn ausa úr lindum hjálpræðisins."
Að loknu námi var haldið heim. Séra Guðmundur vígðist
16. ágúst 1908. Varð hann prestur í Ólafsvik. Þar var
hann um 15 ára skeið. Kom brátt í Ijós, að hjá honum fór
saman einlægni trúarinnar og áhugi á öllu, er hann tók
sér fyrir hendur. Boðskapur fagnaðarerindisins var hið
brennandi áhugamál hans. Séra Guðmundur var maður
einbeittur og fylginn sér. En jafnframt var hinn hinn við-
kvæmi, mildi maður, sem lét störf sín vera í fylgd með þess-
ari bæn: „Sýndu miskunn öllu þvi, sem andar.“
Með skilningi og kærleika talaði hann máli smælingj-
anna, og eitt var það mál, er átti heilan hug hans. Var
það starf kirkjunnar til hjálpar börnunum. 1 því starfi
var séra Guðmundur með lífi og sál. Þar var alltaf að
mæta skilningi og dugnaði hins ósérhlífna manns.
Frá Ólafsvík flutti séra Guðmundur að Þingvöllum,