Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.04.1948, Qupperneq 21
SÉRA GUÐMUNDUR EINARSSON 115 höfundur. Og þar var Ammundsen, er varð foringi stú- dentanna, leiðtogi innan kirkjunnar. Varð hann síðar biskup, og fannst öllum sjálfsagt, að hann ávalt væri fremstur í fylkingu. Áhrifunum, sem við urðum aðnjótandi, gleymum við aldrei. Vináttubönd voru tengd, og þau hafa ekki brostið. I biblíulestrarflokki var með okkur stúdent, er hét og heitir Marius Th. Nielsen. Hefir hann um langt skeið verið prestur í Höfn. Er hann faðir hins kunna Islandsvinar, Westergaard-Nielsen. Eftir lát séra Guðmundar barst mér bréf frá séra Mariusi Nielsen, og bar það bréf með sér, að sterk eru bönd trúar- innar og vináttunnar, þegar æskan fylkir sér undir merki Drottins. Á námsárunum hlustuðum við á hinn skýra vitnisburð, hlustuðum á hinar vekjandi raddir hinna áhugamestu kennimanna, og vorum vottar að blómlegu kirkjulífi. Er ég hugsa um þessi ár ævi okkar, verður þeim bezt lýst með þessum heilögu orðum: „Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins." Að loknu námi var haldið heim. Séra Guðmundur vígðist 16. ágúst 1908. Varð hann prestur í Ólafsvik. Þar var hann um 15 ára skeið. Kom brátt í Ijós, að hjá honum fór saman einlægni trúarinnar og áhugi á öllu, er hann tók sér fyrir hendur. Boðskapur fagnaðarerindisins var hið brennandi áhugamál hans. Séra Guðmundur var maður einbeittur og fylginn sér. En jafnframt var hinn hinn við- kvæmi, mildi maður, sem lét störf sín vera í fylgd með þess- ari bæn: „Sýndu miskunn öllu þvi, sem andar.“ Með skilningi og kærleika talaði hann máli smælingj- anna, og eitt var það mál, er átti heilan hug hans. Var það starf kirkjunnar til hjálpar börnunum. 1 því starfi var séra Guðmundur með lífi og sál. Þar var alltaf að mæta skilningi og dugnaði hins ósérhlífna manns. Frá Ólafsvík flutti séra Guðmundur að Þingvöllum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.