Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 54

Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 54
148 KIRKJURITIÐ Hann var maður stórbrotinn og heilsteyptur að skapgerð, léttlyndur og lífsglaður að eðlisfari, eins og sjá má næg merki í skáldskap hans, enda átti hann ágætri heilsu að fagna fram á efri ár. Eigi var hann hár vexti, en þrekvax- inn, „þéttur á velli og þéttur í lund,“ og kom það sér vel að hann var bæði hraustur og harðfengur, á löngum og erfiðum sjóferðum hans fyrir opnu hafi í víðlendu presta- kalli hans á Hálogalandi. Var hann og talinn hvers sjómanns jafni um hreysti, þá er í harðbakka sló, og er þess sérstak- lega getið, að vart hafi hann nokkru sinni látið guðsþjón- ustu niður falla, hvernig sem viðraði. Fór það því að vonum, að slíkur maður yrði sókndjörfum og særoknum Há- leygjum vel að skapi, enda kunnu þeir ágætlega að meta þennan höfuðklerk sinn. Þar við bættist, að hann var bæði atkvæðamikill og mælskur kennimaður, og þá eigi síður hitt, að hann var mesta skáld sinnar samtíðar í Noregi, og þó víðar væri leitað. Oft komst Petter Dass, sem vænta mátti, í krappan d^ns á sióferðum sínum, en horfðist djarflega í augu við lífshættuna, þegar svo bar undir; leit hann einnig svo á, að ætti það fyrir honum að liggja að drukkna í söltum sæ á embættisferðum sínum, þá yrðu það fögur endalok ævi, sem lifað hafði verið í guðsótta og starfsgleði, eins og fram kemur fagurlega og einlæglega í einu kvæða hans, sem löngum er vitnað til í norskum bókmenntasögum. Skyldu- rækni hans lýsir sér þar einnig, svo að eigi verður um villzt. Sorgir og annað mótlæti urðu og hlutskipti Petter Dass í fullum mæli. Hann varð á bak að sjá mannvænlegum svni sínum, ungum námsmanni, sem líklegur var til frama. Eitt sinn missti hann einnig mjög mikinn hluta eigna sinna, þá er seglskúta hans fórst á leið til Björgvinjar; skall einnig hurð nærri hælum, hvað sjálfan hann snerti í það sinn, því að ráðið hafði verið, að hann færi með skútunni, en var, þegar til kom, hindraður frá því að fara þá ferð. Eigna- tjónið lét hann þó litt á sig fá, enda voru aðdrættir slikir í prestakalli hans, að harla fljótt var unnt úr því tjóni að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.