Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 38
132
KIRKJURITIÐ
hve mikill skoðanamunur var þar fyrir strið, og komst
þó á öflug samvinna á stríðsárunum og varir enn. Getur
ekki eining ríkt einnig hér, þannig að hver haldi sann-
færingu i huga sínum? Annarskonar eining er ekki æskileg.
Fjölbreytni í skoðunum mannanna er þáttur í dásamlegri
fjölbreytni tilverunnar frá hendi skaparans. Eining og
fjölbreytni fer hið bezta saman, eins og einn prestur okkar
leiðir rök að fagurri hugvekju.1 Þegar Jesús Kristur segir,
að allir eigi að vera eitt, á hann ekki við það, að allir eigi
að vera eins, heldur allir greinar á sama stofni, sjálfum
honum. Engin tvö lauf á þeim meiði eru með sama lagi og
því síður neinar greinar. Þannig er um einstaklingana og
kirkjufélögin. En þrátt fyrir það á einingin að geta orðið
fullkomin í samfélagi við hann.
Hvað má verða um þess konar einingu í kirkju okkar
á Islandi? Eru skoðanirnar innan hennar svo ólíkar, að
hún geti ekki átt sér stað? Við skulum nú virða fyrir okkur
annars vegar skoðanir þeirra, sem eru lengst til hægri,
eins og kallað er, og svo hinna, er hallast til vinstri og
marka meir höfuðstefnu þjóðkirkjunnar.
Eins og gefur að skilja, er ekki unnt í einni grein að
minnast á öll höfuðatriði kristindómsins. Mun ég aðeins
drepa á nokkur þeirra, er ég tel mestu varða, en þó svo,
að af þeim megi frá mínu sjónarmiði draga heildarályktun.
m.
Fyrst vil ég nefna afstöðuna til Heilagrar ritningar.
Þeir, sem standa yzt til hægri, telja hana alla óbreytt
Guðs orð frá upphafi til enda. Allt sé þar innblásið af anda
Guðs, hvert orð á hans ábyrgð. Fyrir því á Biblían að vera
friðhelg fyrir gagnrýni mannanna. Trúin ein getur opnað
hana, skynsemin ekki. Þessi bók er heil og óskert grund-
völlur kristindómsins. Þar má við engu hagga. Ef farið
er að efast um eitt, vakna efasemdir um fleira. Vissan
1 Séra Helgi Konráðsson í Nýjum hugvekjum.