Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 32
126
KIRKJURITIÐ
hraun þá miðstöð æskuyndis og fjörs og samkomustaður
unga fólksins í sveitinni, sem sótti þangað gleði og uppbygg-
ingu.
Af því, sem þegar hefir verið sagt, dylst engum, að séra
Árni hefir verið meira en meðalmaður. En enginn er algjör,
og því var hann búinn bæði kostum og brestum afburða-
mannsins, sem sumir voru samgrónir stórfelldum hæfileik-
um og manndómi.
Mörgum er svo farið, að þeir einblína á brestina, sem
óneitanlega vaxa mörgum í augum, og einkum þegar um
er að ræða stórbrotinn einstakling í orðum og athöfnum.
Mér er kunnugt um, að þessa hefir nokkuð gætt í dóm-
um sumra manna um hann, og þó hefi ég ávalt fundið
hjá þeim dulda virðingu fyrir honum. En mér er hinsvegar
vel kunnugt um það, að nálega allir, sem þekktu séra
Árna vel og voru samtíða honum á starfsárum hans,
heima í héraði, kunna vel að meta kosti hans og létu sig
minna varða um hitt,. sem þeim fannst miður, eða strikuðu
það alveg út. Þetta sannar bezt virðing sú og tiltrú, er
hann naut sem prestur í sóknum sínum, fyrst og fremst,
og þá einnig það, að jafnan var hanri valinn af hrepps-
búum til að hafa forystu um sveitarstjórnarmál, á meðan
hann gaf kost á sér til þeirra hluta.
Séra Ámi var snemma vel þekktur í héraði og eiginlega
fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður, og er það fátítt um
sveitapresta, sem ekki láta sín getið utan sveita sinna,
hvorki í ritum né á þjóðfundum. En þó var þetta svo, og
voru það einungis afburða gáfur hans, sem vakið höfðu
þessa athygli á honum.
Það er aðeins fyrir þrem árum, að hann lætur sín getið
á prenti, þegar hafin er útgáfa á ævisögu hans, sem er
að koma út í mörgum bindum. Eins og kunnugt er, er þessi
saga ekki skrifuð með hans eigin hendi, heldur les hann
efnið öðrum fyrir, en stíllinn og málsnilldin er hans.