Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 73

Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 73
167 ÉG HEFI NOKKUÐ AÐ SEGJA ÞÉR Það skráir sögu hugsana hans og hjartalags. Það lætur andlit hans segja frá því, hverskonar áhrif lífsreynsla hans hafi haft á þróun sálar hans. Það var þessi saga, sem Jesús las úr andliti Símonar Farísea — það var sú saga, sem hann las úr andliti ber- syndugu konunnar. Það er þessi saga, sem mannþekkjarinn getur lesið úr andlitum okkar allra. Það er rangt, sem margir hyggja, að hægara sé að leyna hugsunum sínum en verkum sínum. Ef við förum nógu kænlega að, getum við falið sum verk okkar áratugum saman fyrir mönnunum. En við getum ekki hindrað það, að þær hugsanir, sem ríkja hjá okkur að staðaldri, komi í ljós á andlitum okkar. Ef við göngum gegnum lífið fullir góðvildar í garð mann- anna og dýranna, sem verða á lífsvegi okkar, fer ekki hjá því, að samúðarhugurinn setur stimpil sinn á svip okkar. Og ef það er kaldhugurinn, sem nær varanlegum tökum á okkur, þá verður það hans merki, sem stendur þar. — Við getum ekki haft áhrif á þessa skráningu lífsins með ytri verkum einum. Greiða, sem við gerum, gjafir, sem við gefum, hjálp, sem við veitum, án þess að hugur og hjarta fylgi með, fáum við ekki skráð í svip okkar. — Lífið neitar að bóka þar annað en það, sem hefir varanlegt gildi fyrir okkur. Þessi skráningaraðferð lífsins undirstrikar á eftirtekt- ai'verðan hátt boðun Jesú Krists um það, að hverju verði fyrst og fremst spurt á þeim mikla degi, þegar sálin yfir- gefur jarðlífið og byrjar starf sitt í nýrri tilveru. Henni ber saman við kenningu meistarans um það, að ekki verði spurt um einstök verk mannsins — ekki spurt um það, hvort andleg framsókn hans hafi farið fram eftir beinum eða hlykkjóttum vegi, heldur einungis um hitt, hvar hann sé staddur á þroskabraut sinni. Boðun beggja kennir oss, að það, sem um verður spurt, sé þetta: Hvernig er hugar- heimur sálarinnar eftir að hún er búin að ganga í gegn- urci reynsluskóla jarðlífsins? Er hann hlýr og bjartur, í sett við vor og gróanda? Er sálin tekin að þrá starfið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.