Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 73
167
ÉG HEFI NOKKUÐ AÐ SEGJA ÞÉR
Það skráir sögu hugsana hans og hjartalags. Það lætur
andlit hans segja frá því, hverskonar áhrif lífsreynsla
hans hafi haft á þróun sálar hans.
Það var þessi saga, sem Jesús las úr andliti Símonar
Farísea — það var sú saga, sem hann las úr andliti ber-
syndugu konunnar. Það er þessi saga, sem mannþekkjarinn
getur lesið úr andlitum okkar allra. Það er rangt, sem
margir hyggja, að hægara sé að leyna hugsunum sínum en
verkum sínum. Ef við förum nógu kænlega að, getum við
falið sum verk okkar áratugum saman fyrir mönnunum.
En við getum ekki hindrað það, að þær hugsanir, sem
ríkja hjá okkur að staðaldri, komi í ljós á andlitum okkar.
Ef við göngum gegnum lífið fullir góðvildar í garð mann-
anna og dýranna, sem verða á lífsvegi okkar, fer ekki hjá
því, að samúðarhugurinn setur stimpil sinn á svip okkar.
Og ef það er kaldhugurinn, sem nær varanlegum tökum
á okkur, þá verður það hans merki, sem stendur þar. —
Við getum ekki haft áhrif á þessa skráningu lífsins með
ytri verkum einum. Greiða, sem við gerum, gjafir, sem við
gefum, hjálp, sem við veitum, án þess að hugur og hjarta
fylgi með, fáum við ekki skráð í svip okkar. — Lífið
neitar að bóka þar annað en það, sem hefir varanlegt gildi
fyrir okkur.
Þessi skráningaraðferð lífsins undirstrikar á eftirtekt-
ai'verðan hátt boðun Jesú Krists um það, að hverju verði
fyrst og fremst spurt á þeim mikla degi, þegar sálin yfir-
gefur jarðlífið og byrjar starf sitt í nýrri tilveru. Henni
ber saman við kenningu meistarans um það, að ekki verði
spurt um einstök verk mannsins — ekki spurt um það,
hvort andleg framsókn hans hafi farið fram eftir beinum
eða hlykkjóttum vegi, heldur einungis um hitt, hvar hann
sé staddur á þroskabraut sinni. Boðun beggja kennir oss,
að það, sem um verður spurt, sé þetta: Hvernig er hugar-
heimur sálarinnar eftir að hún er búin að ganga í gegn-
urci reynsluskóla jarðlífsins? Er hann hlýr og bjartur, í
sett við vor og gróanda? Er sálin tekin að þrá starfið á