Kirkjuritið - 01.04.1948, Blaðsíða 82
176
KIRKJUROTÐ
Samkvæmt þeim eiga sóknargjöld að vera 3—6 krónur, og
skal innheimta með vísitöluálagi.
Nýtt prestsembætti á Akureyri.
Síðasta Alþingi samþykkti lög um það, að tveir skuli vera
prestar á Akureyri. Er þess orðin full þörf sökum vaxandi
fólksfjölda.
Prestastefna íslands
hefir verið ákveðin í Reykjavík 20.—22. júni. Mun hún
hefjast með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, og prédikar að öllu
forfallalausu séra Valdimar Eylands.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.
Fjársöfnunin, sem getið var í síðasta hefti Kirkjuritsins,
tókst vel. Söfnuðust um þrjár milljónir króna í peningum, auk
fatnaðar og lýsisgjafa.
Bessastaðakirkja.
Mikil aðgerð hefir undanfarið verið framkvæmd á Bessastaða-
kirkju, bæði utan og innan. Hefir verið sett í hana nýtt altari,
nýr prédikunarstóll, bekkir og pípuorgel. Aðgerðinni er enn
ekki að fullu lokið.
Leiðréttingar
á prentvillum i minningargrein séra Árna Sigurðssonar um Valdimar
Briem, vigslubiskup í síðasta hefti Kirkjuritsins:
Bls. 18, 12. línu að neðan: „geymdar,“ á að vera gleymdar. Bls. 19.
8. 1. a. n.: „annahvorn,“ á að vera annan hvorn. Bls 19, neðstu línu:
„skáldþingi," á að vera skdldaþingi. Bls. 21, 12. 1. a. n.: „Núpi,“ á að
vera Núp. Bls. 24, 4. 1. a. o.: „vitur,“ á að vera virtur. Bls. 28, 16. 1.
a. n.: „tæk,“ á að vera tæp. Bls. 31, 16. 1. a. n.: „Hálfdanarson,“ á að
vera Hál/danarsonar. Bls. 34, vantar orðið minnsta í sálmsupphafið: Þá
mæOubára minnsta rís. Bls. 37, 9. 1. a. o.: „útgáfuna," á að vera útgáfu.
Bls. 45, 16. 1. a. o.: „Markið,“ á að vera MerkiO. Bls. 46, 17. 1. a. n.
„sívaxandi," á að vera sívakandi. Bls. 48, miðri bls.: „1893“ á að
vera 1892.
Misprentazt hefir í síðasta hefti nafn sænsku konunnar, sem þýddi
Allt eins og blómstrið eina. Hún hetir Holmberg,