Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 7
( Jóláhugleiðing).
I jólaguðspjallinu segir svo frá, að þegar engillinn hafði
flutt fjárhirðunum tíðindin um fæðingu frelsarans, hafi
þeir sagt hver við annan: „Vér skulum fara rakleiðis til
Betlehem og sjá atburð þann, sem orðinn er og Drott-
inn hefir kunngjört oss.“ Og þeir.létu ekki sitja við orð-
in tóm, en fóru með skyndi og fundu allt eins og þeim
hafði verið skýrt frá.
Þeim var ekki nóg aðeins að heyra boðskapinn um fæð-
ingu frelsarans, heldur voru þeir knúnir til þess að hitta
hann, ganga á fund hans. Og frásögnin ber það glögg-
lega með sér, að engin hálfvelgja var í ákvörðun þeirra.
Orðin: „rakleiðis“ og „með skyndi“ lýsa einkar vel ákaf-
anum og eftirvæntingunni.
Svona var það fyrir tæpum tveim þúsund árum, en
hverfum nú til vorra tíma.
Enn syngja himneskir herskarar „unaðssöng, sem aldrei
þver“ um fæðingu frelsarans og frið á jörðu. Enn Ijómar
birta Drottins umhverfis oss.
En heyrum vér englaraddimar eða skynjum dýrð Drott-
ins? Flýtum vér oss á fund Frelsarans eins og fjárhirð-
amir forðum? Ef ekki skyldi vera hægt að játa þessum
spurningum fullum hálsi, hvað er það þá, sem veldur?
Höfum vér ef til vill ekki þörf fyrir Frelsarann, nú á
þessum miklu framfara- og menningartímum? Það hefir
að vísu meu'gt breytzt í heiminum frá því er Jesús Krist-
ur fæddist, og miklar framfaiir hafa orðið, en þegar bet-