Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 15
FRÁ
SÉRA JÓNMUNDI HALLDÚRSSYNI
Vökuli ritstjóri, elskulegi vinur.
Datt í hug að þakka þér fyrir síðasta hefti Kirkjuritsins. Þar
er mikið um að vera: Full kirkja af margvíslegum og athyglis-
verðum fróðleik. Þjóðin mætti vera kirkjunni, þér og öðrum,
sem þama koma fram á sjónarsviðið, og fjölmenna í lestrar-
salinn, „auditoríið", þakklát. „Huggun trúarinnar" hefir verið
hinn góði engill mannsbamsins, framan úr forneskju.
Kirkjuritið, með huggun trúarinnar: „Hið lifandi Orð, flutt
í ábyrgri kirkju“, hefir verið okkur, norður hér, ljóssgjafi í
náttmyrkralandi skammdegisins. Það yljar hjörtu vor, vekur
háfleygar hugsanir í sálum vorum — þótt ég geti ekki lýst
þeim — og minnir oss á starf og sögu kirkjunnar, um aldir.
Reyndar láta sumir menn eins og þeim sé það óskiljanleg ráð-
gáta, að vér — kirkjunnar menn — skulum ekki vera búnir að
afkristna þjóðina — eins og þú, að dómi Áma, frænda þíns,
sólkerfin — og hugga sig við það, að okkur takist það á næstu
30 árum — og eru í þessum efnum skreflengri en Voltaire var
á sínum tíma.
Ég sakna þess, í hinni prýðilega skrifuðu Jórsalaferð ykkar
félaga, að þið höfðuð ekki tíma til að skoða Baalbek-rústimar
frægu í Dalsýríu. Þetta eru sögulegar stöðvar, frá dögum Jehú
— Baalsmusteri „fullt enda á milli“ — og heimsveldistímabili
Rómverja, Markús Aurelíus meðtalinn — sögulegar minjar með
fO feta háum súlnaröðum og 1500 tonna homsteinum. Páll mun
hafa haft þetta í huga, í I. Tim. 3,15 — og kem ég að því síðar.
„Hvað áttu við með þessu?“ kanntu að spyrja. Blátt áfram
það, að „Hið lifandi Orð, flutt í ábyrgri kirkju“, sigrar heim-